Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

þriðjudagur, september 28, 2004

Þriðjudagur

Fór að vinna í morgun og svo á leiðinni heim kom ég við í Badestuen til að skoða. Það er sko alveg frábær staður. Þetta er svona nokkurs konar samansafn af allskonar verkstæðum sem maður má bara koma og nota alveg frítt. Nema maður þarf að kaupa hráefnið af þeim. Mig klægjar afskaplega í fingurna að fara í leirvinnu þar (hvað heitir það aftur þegar maður býr til skálar og slíkt á svona platta sem snýst?). Svo er þar alltaf maður sem leiðbeinir manni. Þetta er nokkuð sem mig hefur lengi langað að læra. En þetta er víst áralöng æfing til að ná að gera stærri hluti en bara litlar skálar eða bolla, sem eru í lagi.

mánudagur, september 27, 2004

Mánudagur

"Galdurinn er að geta brosað, geta í hláturböndin tosað, geta hoppað hlegið sungið endalaust."
Þetta er með skemmtilegri lagatexta sem til er, maður fer einhvernveginn allataf í betra skap við að heyra þetta lag með Hatti og Fatti. :oD

Var að vinna þessa helgi, mjög gaman, eða hvað haldið þið....?
Það var reyndar mjög gott að ég þurfti að hjóla í vinnuna því að sunnudagsstrætóinn er ekki mjög öflugur. Manni finnst maður léttast hreinlega við svona langa hjólatúra. Var tæpan klukkutíma hvora leið.
Fannst ég reyndar vekja óþarflega mikla athygli þegar ég hjólaði framm hjá fólki, því að það brakar feiknarmikið í fína Europris hólinu mínu. Það hljómar eins það muni ekki tolla saman mikið lengur.

Á laugardaginn fórum við í afmæli hjá íslendingum hérna í götunni hjá okkur. Mjög fínt.

Áðan var mér boðið að koma með í "genbrug" ferð, sem sagt að í búðir sem selja gamalt og notað. Ég var að vonast til að finna kannski sófaborð eða borð undir sjónvarpið ( þá myndum við nota borðið sem er núna undir sjónvarpinu sem sófaborð). En þau sem ég gat kannski hugsað mér voru annað hvort of dýr eða seld. Annars er allt krökkt í borðum með flísum í borðplötunni.
Oj ég gæti ekki hugsað mér svoleiðis borð. Svo ég tali nú ekki um frá einhverjum sem ég þekki ekki og borga fyrir það í ofanálag. Ég er ekki hissa á að það sé mikið af þessu. Það er reyndar oft hægt að detta niðrá mjög fína hluti á góðum prís. Anna Lára nágrannakona fann td nýlegan svefnsófa sem ekkert sést á, á bara ca 450 DDK. Ég sá gamlan straubolta sem mig langaði pínu að kaupa en lét þó ekki verða af því.

Jæja svo sem ekkert í gangi hjá okkur. Arnar er bara ennþá að drukkna í lærdómi og við hin bara siglum áfram í okkar daglegu hlutum.

fimmtudagur, september 23, 2004

Börn eru yndisleg

Jæja mér er batnað. Þeir góðu vinna alltaf.

Börnin okkar eru alveg frábær. Það koma svo skemmtilegar spekúleringar. Alexander var eitthvað að spá í dauðann. Þá fer Dísa að segja að maður sé alltaf settur í fín föt og í kistu þegar maður deyr svo að maður fá ekki mold í augun og Guð vilji ekki fá mann skítugan upp til sín.

Matthías er búinn að fatta að segja bíbí og svo er Bubbi Byggir í uppáhaldi hjá honum. Núna er allt sem sagt bíbí en breitist oft í bubbíbubb svona pínu sönglandi.

Bakið er alveg að fara með mig og ég á að vinna um helgina. Þetta er sennilega óheppilegasta vinna, hvað bakið varðar, sem ég hefði getað fengið. Ekki bjartsýn á að geta haldið henni.


sunnudagur, september 19, 2004

Veirur

Snökt...! Ég er lasin og hef ekkert bakað þessa helgi. Verst að það hefur bitnað á Arnari, hann hefur takmarkað fengið að læra, því að ég auminginn er svo máttlaus að ég get varla hugsað um Matthías. Tók tvær panódíl (kláraði birgðirnar) og núna er ég rólfær. Náði meira að segja að skræla kartöflurnar fyrir Arnar ( sem ég ætlaði að sjá um að elda í upphafi). Þetta er nú meiri frekjan í þessari Veiru. Ryðst bara á mann með svo miklu offorsi að varnarmennirnir mínir fá lítið við ráðið. En þeir eru klókir og munu brátt henda þessarri frekjudós út. Vonandi sem fyrst.

Í gærmorgun kom Dorte, hérna við hliðina, og bað okkur um að keyra sig og tvo vini sína á rokktónleika. Nota bene hún er einhverstaðar á milli fertugs og fimmtugs þessi kona. Gaman að sjá að fólk nýtur sín áfram á "efri árum" :o)
Ég keyrði þau og svo fengum við að nota bílinn eins og við vildum. Gerðum reyndar ekkert nema ég notaði tækifærið og fór í Nettó og gerði stórinnkaup.
Jæja Arnar, þessi elska, er tilbúinn með kræsingar.
Untill next....hafið það gott.

föstudagur, september 17, 2004

Þrjár nætur liðnar...

...og mikið verður nú gott að fá Dísu mína heim. Ég er búin að baka lagtertu og á svo að vera mætt fyrir kl. 13 00 að "lave kaffe og saftevand". Jamm.
Það er gjörsamlega brjálað að gera hjá Arnari í skólanum. Þetta er svo mikið lesefni og þar að auki á dönsku að hann er varla að komast yfir þetta. Eins gott að ég er "bara" heimavinnandi. Þegar maður er kominn í þessa stærðargráðu af fjölskyldu þarf að hugsa mikið um heimilið og eins gott að dandalast ekki mikið í vinnu eða slíka vitleysu þegar annar makinn verður að sinna náminu 25 tíma á sólarhring.
Ég fór óvænt að vinna í gærmorgun og fór svo með Önnu Láru í ræktina í frían prufutíma. Þannig að núna er ég vel strengd. Mjög gott. Manni líður svo vel á eftir (þó að sú vellíðun endist ekki alltaf framm á næsta dag.
Það er ennþá slatti af roki úti og þ.a.l. fínt að hengja út (nema þegar veðurguðunum dettur í hug sletta pínu úr fötunum sínum líka).
Jæja helgi frammundan. Ekkert planað nema að leyfa Arnari að læra. Kannski baka brauð, helst nokkur stykki. Það fer svo gígantískt magn af þessu í nesti að maður hefur ekki undan að versla þetta. Verslum reyndar alltaf fyrir frystinn líka en það er væntanlega töluvert ódýrara að baka sjálf þannig að nú á að prufa sig áfram.
GÓÐA HELGI!

mánudagur, september 13, 2004

Enn einn mánudagurinn

Það sem helst er í fréttum hjá okkur núna er að við fengum okkar fyrstu næturgesti á laugardaginn og þangað til í morgun. Steini og Guðrún (úr vinahópnum Arnars meginn) heiðruðu okkur með nærveru sinni og var það bara virkilega ljúft. Svo ég tali nú ekki um að þau buðu okkur í mat á sunnudagskvöldið. Steini hristi fram úr erminni tagliatelle með hvítlauk og spænskri skinku og guð veit hverju. Alla vega að þá var maturinn sérstaklega ljúffengur og þessu skolað niður með dýrindis rauðvíni. Takk fyrir okkur. :o)
Helgin var tekin með rólegheitum og ákveðið var að fara á næstu U2 tónleika sem kostur væri á.
Eins gott að standa við það því að ég er þegar farin að hlakka til.

Ég var hins vegar frekar óheppin með fótinn á mér þessa helgi. Á föstudagsmorgun vaknaði ég með tvö bit á vinstri löppinni. Eitt á kálfanum og eitt á ristinni. Þetta voru bit númer þrjú og fjögur og fannst mér þetta ekki spennandi því manni klægjar heil ósköp í þetta. Nema hvað að ég átti bara von á að þessi bit yrðu bara að litlum kílum og færu svo....en neeeeiii.
Ég bara bólgnaði meira og meira og á laugardagskvöld var ristin á mér orðin svo bólgin að ég gat varla gengið og þegar ég steig niður að þá snertu tærnar ekki gólfið heldur þurfti ég að ýta þeim niður ef ég vildi láta það gerast. Ég semátti að mæta í vinnu á sunnudagsmorgun varð að melda mig veika. Núna er þetta aðeins að hjaðna og ég er ekki með alveg eins mikin verk og get gengið um án þess að haltra.

Jæja Dísa fer í ferðina í fyrramálið og ég verð að fara að pakka og merkja og skrá niður hvern einasta hlut sem hún tekur með.

Knús og kossar ....

föstudagur, september 10, 2004

Skil ekki hvað er í gangi..

..í þessu bloggi,
Ég reyndi tvisvar að blogga í fyrradag og kom blogginu barasta ekki inn. Svo ákvað ég að prufa aftur í dag og þá bíður gamla bloggið bara aftir að vera sett inn. Fóru svo bara bæði í einu þegar ég smellti á "post" fyrir annað þeirra. Jæja nú hljóma ég voða vitlaus í þessum málum og það er sennilega bara rétt :oS

Arnar er ennþá að jafna sig á veikindunum síðan um daginn en reynir að stunda skólann samt af fremsta megni. Svo er hann skíthræddur um að smita okkur hin en það mun ekki gerast, við erum svo hraust ;o)

Í "forældrekaffe" -inu í fyrradag var boðið upp súrmjólkurhorn. Hljómar voða hollt, en ég er ekki frá því að það hafi verið pínu marsipan þarna einhversstaðar, og svo var perlusykur ofaná. Þetta var voða gott.
Við fengum að sjá video frá ferðalagi frá því í fyrra og mér líst bara vel á þetta. Þau fá að vefja sjálf kartöflu inn í kál og álpappír og setja á "bål "sem er reyndar bara grill en ekki bál. Svo fá þau líka kjúklingabringu vafða inní beikon... það er ekkert slor hjá þessum börnum. En nú er reyndar bringan á fuglinum ekki eins dýr hér og á fróni og þykir því kannski ekki alveg eins fínn matur.
Þessi ferð lofar góðu. Ég er búin að fylla út bleðil með öllum þeim upplýsingum sem þær gætu þurft á að halda. Það róar "hið viðkvæma móðurhjarta" að vita að fóstrurnar séu við öllu búnar.
Dísa fer sem sagt á þriðjudagsmorgun og kemur ekki aftur fyrr en eftir hádegi á föstudag. Það verður skrítið.
Það var hengdur upp listi fyrir foreldra (hmhmm mömmur) til að skrá sig til að baka handa krökkunum. Þrjár baka fyrir brottförina og tvær handa þeim þegar þau eru komin heim í leikskólann aftur. Auðvitað skráði ég mig og mun baka fyrir heimkomuna. Ég held að ég geri brúna lagtertu. Börnum finnst hún alltaf góð. Var reyndar að spá í að gera eitthvað brauðkyns en nei kaka á það að vera. Fæn bæ mí það er minni vinna!

Ég hef heyrt þessar íslensku hérna tala doldið mikið um að það megi helst ekki koma með annað en rúgbrauð í nesti í leikskólann og að það sé mikið passað upp á að allt sé mjög heilsusamlegt. Pöhh það er nú ekki alveg þannig hér í Svenstrup börnehave. Siðast þegar ég sá krakkana þarna vera að borða nestið sitt að þá var td. einn með brauð með súkkulaði, önnur með sætt jógúrt og súkkulaðikex (súkkulaði m. smá kexi), ein var með 1stk. karamellu eða brjóstsykur. Svo var fransbrauð með kæfu í kaffitímanum einu sinni hjá Matthíasi (hann þarf ekki að hafa nesti fyrir kafftímann). Ég vil nú reyndar ekki vera að mála þetta svart samt, hehe, flestir voru með gáfulegri "madpakke" en þetta.

Við Arnar höfum alltaf haldið að "frokost" væri morgunmatur og ég man ekki betur en að manni hafi verið kennt það, hérna í den. En það er hinn mesti misskilningur, "frokost" er sko hádegismatur. Segið mér nú eitt..eru einhverjir fleiri sem hafa haldið þetta? Eða er þetta bara sönnun þess hvað við Arnar eigum vel saman, trúum sömu vitleysunni....

Einhver sagði mér að það hafi spáð rigningu í dag og um helgina. Sólin er reyndar núna, vona að það haldist allavega í dag. Þá kannski næ ég að klára að mála það sem eftir er. Þetta er afskaplega seinlegt þegar maður er einn í þessu.
Jæja út í sólina. :oD

miðvikudagur, september 08, 2004

Gömlu góðu lummurnar

Búin að hlusta á Íslensk alþýðulög og var að setja Lummurnar undir geislann. Fínt við tiltekt á meðan ég bíð eftir að döggin gufi upp svo ég geti haldið áfram að mála. Þetta er alveg hreint hið skemmtilegasta, gaman að syngja hástöfum með. Gömul íslensk tónlist er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Matthías fer í dýragarðinn í dag með leikskólanum. Og svo seinna í dag verður foreldrafundur varðandi ferðina hennar Dísu, spennó!
Arnar greyjið píndi sig í skólann. Er orðinn lasinn en mátti víst alls ekki missa af þessum tíma. Jæja hann tók þó strætó núna en fór ekki hjólandi. Vonandi dagast þetta bara af honum.
Heyrumst!

Sól og blíða

Enn einn dagurinn í blíðunni, þetta er svo yndislegt.

Matthías fer í dýragarðinn í dag með leikskólanum, gaman hjá honum. Svo er foreldrakaffi á Dísu deild þar sem ferðin hennar verður væntanlega kynnt. Hlakka til. :o)
Best að fara að mála.
Sólarkveðja...

mánudagur, september 06, 2004

Heil og sæl.
Ýmislegt höfum við nú haft fyrir stafni síðan síðasta blogg var ritað.
Á föstudaginn fórum við á arbejdsdag á leikskólanum þar sem tekið var til hendinni, málað smíðað, sópað og fleira. Og eins og sönnaum dana sæmir þá var auðvitað boðið upp á bjór til að til að fá orku og kælingu. Svo var kosið í nefnd í foreldrafélaginu og svo grilluðu allir saman. Þetta var virkilega gaman. Það er alltaf verið að sanna það betur fyrir manni að það er enginn staður hér í baunalandi óhultur fyrir áfengi og sígarettureyk. Púff! Það var sem sagt boðið upp á bjór og okkur sagt að ef við vildum drekka vín með matnum yrðum við að koma með það sjálf. Hefði manni dottið þetta í hug á Íslandi að taka með sér vín eða bjór í leikskóla...og svo reyktu auðvitað allir. Ég er stolt af íslendingum hvað það þykir sjálfsagt að vera ekki með þessa hluti alls staðar. Það er svo merkilegt að það var passað upp á fullorðna fólkið fengi að drekka það sem það vildi en svo var bara boðið upp á gos fyrir börnin, engin mjólk eða safi.
Um kvöldið var svo saumaklúbbur hjá einni íslenskri hérna fyrir allar hinar íslensku mömmurnar sem hafa safnast hingað. Þar var auðvitað boðið upp á bjór og vín.
Gaman að þessu öllu þrátt fyrir heldur mikið bjórþamb fyrir minn smekk.

Á laugardaginn bauð hún Dorte, hérna við hliðina, okkur með til Egeskov. Arnar varð reyndar eftir með yngsta snáðan því hann þarf að læra svo mikið (og svo komust þeir ekki með í bílinn :os ). Þetta er verulega fallegur staður og það er eins og að vera komin í bíómynd. Það er höll þarna og það er búið í henni, þannig að það eru allir hlutir ennþá eins og myndir og þess háttar. Rosalega flott, alveg hægt að eyða heilum degi þarna.
Fólk hér er mjög duglegt að hittast og borða saman nesti. Setja þá gjarnan dúk á borðið og eru með flott salöt og fleira. Oft eru þetta afmæli sem eru haldin svona. Það voru einmitt nokkrir hópar í Egeskov sem voru með afmæli eða eitthvað slíkt.

Í gær hélt Arnar áfram að læra og ég fór að bera viðarvörn á grindverkið okkar. Við fengum frá Ejendomminu til að bera á og nú verður voða fínt hjá okkur ...svo lengi sem veðrið helst í lagi og ég næ að klára.

Hehe best að koma sér þá að verki.

fimmtudagur, september 02, 2004

Bjánar

Já það eru sko til margir bjánar í þessum heimi. Algjörir drulluhalar, frekir eiginhagsmunaseggir. Ekki nóg með það, þeir sömu geta líka verið ónytjungar og halda að það að berja konur sé að ala þær upp.
Þegar maður fréttir af konum, ekki síst þegar maður þekkir þær nokkuð, sem asnast til að vera með svona mönnum langar manni helst að fara og taka svarta beltið í tækvondó og leyfa skítalubbanum að finna fyrir sjálfum sér. Aaaaaarrrggg ég verð barasta pirruð.
Baráttukveðjur til allra þeirra sem þurfa að takast á við svona aumingja.

miðvikudagur, september 01, 2004

Einmanalegt í kotinu

Jæja Arnar er búin að vera í skólaferðalagi núna síðan á mánudag og kemur loksins aftur í dag. Það er nú doldið einmanalegt hérna þegar hvorki hann eða börnin eru heima. En þá er bara að setja tónlist á, bretta upp ermarnar og gera eitthvað af viti.

Hótelið er nú kannski ekki alslæmt, það venst örlítið ( en er þó alltaf grútleiðinlegt). Verst að nú er bakið farið að kvarta. Vona að það verði ekki svo slæmt að ég verði að hætta. Þyrfti eiginlega að komast í einhverja rækt. Hehe en ég á alveg eftir að sjá það gerast, mér sýnist svoleiðis ekkert vera á hverju strái hérna fyrir utan hvað svona er dýrt.

Það virðist vera vinsælt hjá skólunum hér í Danmörku að fara í stutt ferðalög. Sem er bara gott mál, held ég. Arnar er í einu núna, svo fer Dísa í núna í sept. í þriggja nátta ferð með leikskólanum. Þetta gera þeir víst á hverju ári með tvær eldri deildirnar ( miðjudeildin ekki eins margar nætur). Dísu hlakkar ofsalega til. Ég er svo stolt af henni hvað hún er að pluma sig vel. Hún er alltaf að skilja dönskuna betur og svo bara reddar hún sér á ísl.-dönsku. Alexander er þannig heyrist mér líka. Svo dugleg börn. :o) Matthías er auðvitað líka duglegur en það er doldið erfitt á morgnana ennþá, þá tognar svolítið á naflastrengnum. Hann er þó alltaf viljugri með hverjum deginum , finnst mér.

Oh hvað mig vantar dökkar súkkulaðirúsinur þegar Rósa kemur í heimsókn.
Það er svo margt sem ég sakna frá Íslandi. Það er alveg á hreinu að þegar ég kem heim í heimsókn að þá verða ferðatöskurnar fullar, á leiðinni heim til mín í Danaveldi, af íslensku góðgæti. Ekki það að maður er svo sem ekkert illa settur hérna það er sko til fullt af góðu gúmmulaði hér. Eins og td smurosturinn hér er alveg brilliant og jarðaberjaterturnar eru ennþá betri. Verst hvað þær eru dýrar (hehe eða kannski eins gott). Ég reyndar rakst á uppskrift af einni slíkri í Gestgjafanum frá "kaffi konduDóri" . Það er sko engin spurning að ég mun prufa að gera hana og sjá hvort hún sé ekki bara jafngóð og úr bakaríi hér.