Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

mánudagur, september 06, 2004

Heil og sæl.
Ýmislegt höfum við nú haft fyrir stafni síðan síðasta blogg var ritað.
Á föstudaginn fórum við á arbejdsdag á leikskólanum þar sem tekið var til hendinni, málað smíðað, sópað og fleira. Og eins og sönnaum dana sæmir þá var auðvitað boðið upp á bjór til að til að fá orku og kælingu. Svo var kosið í nefnd í foreldrafélaginu og svo grilluðu allir saman. Þetta var virkilega gaman. Það er alltaf verið að sanna það betur fyrir manni að það er enginn staður hér í baunalandi óhultur fyrir áfengi og sígarettureyk. Púff! Það var sem sagt boðið upp á bjór og okkur sagt að ef við vildum drekka vín með matnum yrðum við að koma með það sjálf. Hefði manni dottið þetta í hug á Íslandi að taka með sér vín eða bjór í leikskóla...og svo reyktu auðvitað allir. Ég er stolt af íslendingum hvað það þykir sjálfsagt að vera ekki með þessa hluti alls staðar. Það er svo merkilegt að það var passað upp á fullorðna fólkið fengi að drekka það sem það vildi en svo var bara boðið upp á gos fyrir börnin, engin mjólk eða safi.
Um kvöldið var svo saumaklúbbur hjá einni íslenskri hérna fyrir allar hinar íslensku mömmurnar sem hafa safnast hingað. Þar var auðvitað boðið upp á bjór og vín.
Gaman að þessu öllu þrátt fyrir heldur mikið bjórþamb fyrir minn smekk.

Á laugardaginn bauð hún Dorte, hérna við hliðina, okkur með til Egeskov. Arnar varð reyndar eftir með yngsta snáðan því hann þarf að læra svo mikið (og svo komust þeir ekki með í bílinn :os ). Þetta er verulega fallegur staður og það er eins og að vera komin í bíómynd. Það er höll þarna og það er búið í henni, þannig að það eru allir hlutir ennþá eins og myndir og þess háttar. Rosalega flott, alveg hægt að eyða heilum degi þarna.
Fólk hér er mjög duglegt að hittast og borða saman nesti. Setja þá gjarnan dúk á borðið og eru með flott salöt og fleira. Oft eru þetta afmæli sem eru haldin svona. Það voru einmitt nokkrir hópar í Egeskov sem voru með afmæli eða eitthvað slíkt.

Í gær hélt Arnar áfram að læra og ég fór að bera viðarvörn á grindverkið okkar. Við fengum frá Ejendomminu til að bera á og nú verður voða fínt hjá okkur ...svo lengi sem veðrið helst í lagi og ég næ að klára.

Hehe best að koma sér þá að verki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home