Bæjarferð
Jæja, þar sem fréttin um fjölgun (ekki hjá mér) er orðin opinber .... Til hamingju Helgi og Sara!
Dísa og Matthías voru skilin eftir í leikskólanum til kl 15 í dag og stóðu sig eins og hetjur. Allt gekk að óskum. Matthías kvartaði í 1 mín. þegar pabbi hans fór og svo ekki meir og Dísa var bara eitt hamingjublóm allan tímann.
Á meðan fórum við skötuhjúin EIN í bæjin að finna regngalla á yngri piltinn. Váá.. það er sko skrítið að fara bara svona tvö ...þvílíkur lúksus ..:o)
Og auðvitað varð að gefa Arnari alvöru kaffi á kaffihúsi og svo deildum við einni lítilli jarðaberja tertu. Svona fyrir tertuáhugamenn og konur að þá er þetta besta terta í heimi. Botninn var marsipan, bara léttbakað svo ofan á var mikið af svona rjómakremi eða rjómi með smá bragði sem ég giska á að sé aðallega vanilla, svo komu jarðaberja helmingar mmmmm það lá við að ég bæði um uppskriftina ( en maður gerir víst ekki svoleiðis á kaffihúsum ;o) ).
Undur og stórmerki gerðust í þessari bæjarferð. Ég keypti mér gallabuxur! Það er nokkuð sem ég hef ekki gert í sirka TÍU ÁR en hugsað samt um í nokkur ár. Það besta við þessi buxnakaup er að þær voru þrælódýrar eða 249 kr í HM. Svo fékk Arnar líka buxur á sama prís en ekki gallabuxur því hann á baaara gallabuxur (reyndar bara 2 samt).
Jæja annars er ennþá rigning, hellt úr fötu. Það er líka ekki bara á Íslandi sem að rignir og er mikið rok og svo sól á milli. Það er líka hér!
Kv. S
Dísa og Matthías voru skilin eftir í leikskólanum til kl 15 í dag og stóðu sig eins og hetjur. Allt gekk að óskum. Matthías kvartaði í 1 mín. þegar pabbi hans fór og svo ekki meir og Dísa var bara eitt hamingjublóm allan tímann.
Á meðan fórum við skötuhjúin EIN í bæjin að finna regngalla á yngri piltinn. Váá.. það er sko skrítið að fara bara svona tvö ...þvílíkur lúksus ..:o)
Og auðvitað varð að gefa Arnari alvöru kaffi á kaffihúsi og svo deildum við einni lítilli jarðaberja tertu. Svona fyrir tertuáhugamenn og konur að þá er þetta besta terta í heimi. Botninn var marsipan, bara léttbakað svo ofan á var mikið af svona rjómakremi eða rjómi með smá bragði sem ég giska á að sé aðallega vanilla, svo komu jarðaberja helmingar mmmmm það lá við að ég bæði um uppskriftina ( en maður gerir víst ekki svoleiðis á kaffihúsum ;o) ).
Undur og stórmerki gerðust í þessari bæjarferð. Ég keypti mér gallabuxur! Það er nokkuð sem ég hef ekki gert í sirka TÍU ÁR en hugsað samt um í nokkur ár. Það besta við þessi buxnakaup er að þær voru þrælódýrar eða 249 kr í HM. Svo fékk Arnar líka buxur á sama prís en ekki gallabuxur því hann á baaara gallabuxur (reyndar bara 2 samt).
Jæja annars er ennþá rigning, hellt úr fötu. Það er líka ekki bara á Íslandi sem að rignir og er mikið rok og svo sól á milli. Það er líka hér!
Kv. S
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home