Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

sunnudagur, júlí 18, 2004

Loksins loksins

Jæja aldrei þessu vant að þá er barasta kominn júlí. Tíminn flýgur sem aldrei fyrr. Fyrir þá sem ekki vita að þá hef ég gleðifréttir að færa.  ARNAR ER KOMINN INN Í SKÓLANN  og fagið sem hann óskaði sér. Það er mikill léttir á þessum bæ.
Það er svo langt síðan ég bloggaði síðast að það hafa nokkur afmæli liðið síðan. Mamma og pabbi áttu 45 ára brúðkaupsafmæli þann 5. júlí... Birgir hennar Ellenar varð 46 þann 14. júlí  og svo loks ég :o)   29 þann 10.júlí. Ég vil óska öllum innilega til hamingju með ammmlin.
Veðrið hér í Dk hefur ekki verið upp á marga fiska en það hefur verið að hlýna mér til mikillar gleði. Við meira að segja erum búin að blása upp sundlaug og bera í hana vatn fyrir krakkana til að sulla í. Þetta var smá líkamsrækt fyrir okkur Arnar að bera allt vatnið út í  bala og fötu. Okkur vantar nefnilega ennþá vatnsslöngu. Svo tímum við ekki að hella vatninu úr því að það er svo dýrt  þannig að núna er reynt að nýta það  í að vökva í garðinum og fylla á vatnsbyssurnar.

Heimilið okkar er alltaf að verða hlýlegra og fallegra. Við erum loksins búin að hengja upp myndirnar í stofunni og setja gardínur. Ég er að bíða eftir að Arnar læri á heimasíðuna sína og þá jáh þá skuluð þið fá að sjá myndir.  Reyndar er enn margt ógert eins og td að setja upp hillur í eldhúsinu fyrir uppskriftabækurnar og inná skrifstofuna fyrir allt annað. Svo vantar okkur kommóður eins og þrjár, hvorki meira né minna. Svo vantar hengi og snaga á ýmsa staði. Litlar hillur á baðið uppi og grindverk í garðinn. Svo má ekki gleyma útiborði og stólum. Vá það er bara ótrúlegt  að segja það en svona útisett er bara nauðsynlegt. Það hefur maður alveg fundið eftir að það fór að hitna aftur.
Hvar við finnum svo pening fyrir þessu öllu er svo óráðin gáta.
Annars höfum við það bara mjög gott hérna. Bæði í fríi og getum gert það sem okkur sýnist svo lengi sem það kostar ekki.  Næsta verkefni er þó að fara í dönskukúrs, Arnar fyrst og svo ég.
Krakkarnir eru held ég alveg sátt við þetta alltsaman doldið erfitt reyndar fyrir þau að skilja ekki dönskuna en þau bjarga sér. Þau hafa meira að segja kynnst dönskum strák sem heitir Kasper og una sér vel heima hjá honum (þeas þegar hann er heima, það fólk er nefnilega í frí og eru mikið að fara eitthvað) en þar er mikið af útileikföngum stór garður, 8 kisur, 1 hundur, nokkrir naggrísir og oft boðið upp á eitthvað gúmmilaði eins og svala eða slíkt.  Ég neita því ekki að manni er stundum ekki alveg sama. Þetta fólk er meira að segja svo almennilegt að þau hafa boðist til að lána okkur bílinn sinn eða keyra okkur í einhvern ljónagarð sem þarf að keyra í gegn um.   Ótrúlegt!!!
Jæja nóg mal í bili best að koma börnunum í háttinn. 

1 Comments:

  • At 4:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Miiiiiiiiiiiiiiiiiiiissssssssssssssssssss youuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Rúna

     

Skrifa ummæli

<< Home