Skrítið í Danmörku
Enn einn dagurinn kominn. Arnar kemur eftir 9 daga, jibbíííí.
Við Dísa skruppum í morgun að kíkja á leikskólann sem hún og Matthías munu byrja í, í ágúst. Þetta er mjög skrítið allt saman fyrir manneskju sem er vön skipulaginu og umhverfinu á Íslandi. Húsgögnin eru dulítið gömul og svo eru snagar inná badeværelse-inu hjá minnstu börnunum, sem sagt eitt fyrir hvert barn og notast undir rassinn á þeim þegar það er skipt á þeim. Svo eru inná hverri deild glas með trilljón tannburstum og börnin eru tannburstuð eftir (hverja,held ég) máltíð. Enginn heitur matur er heldur eru börnin send með nesti. Svo eru deildunum ekki haldið aðskildum heldur valsa börnin um allt eins og þeim sýnist. Það er lítið um myndir á veggjunum eftir börnin sem ég er ekki alveg sátt við og það er ekki eins mikil kennsla og heima á Íslandi. Enda er fyrsti bekkur í grunnskóla hér líka bara leikur og lítið kennt annað en stafirnir. Það hentar reyndar Alexander mjög vel því hann þarf að læra stafina upp á nýtt og er þá ekki að dembast inn í svaka kennslu strax. Þetta pínu menningarsjokk en börnin í Danmörku eru svona nokkurn veginn í lagi held ég þannig að þetta getur ekki verið svo slæmt.
Íslensk nágrannakona mín hér var að segja mér að fimm ára strákurinn hennar fór i heimsókn um daginn til vinar síns og þegar hann var sóttur var pabba hans boðið inn í kaffi. Þar fór hann að spurjast fyrir um hagi fjölskyldunnar, eins og tíðkast þegar fólk er að kynnast. Ekki væri það frásagnarvert nema vegna þess að það kom í ljós að pabbi vinarins er enginn annar en forstjóri Daloon. Ekki slæmt það!
Þessi sama nágrannakona mín sá aumur á mér og fór með mér (sem sagt bílandi) að skila stólunum. Skrifborðstólnum og eldhússtólunum og fá nýja. Þannig að nú get ég farið að setja saman...loksins. Húrrrrraa fyrir góðum granna!!!
Jamm og nú ætla ég að fara að skrúfa...
Kveðja S.
Við Dísa skruppum í morgun að kíkja á leikskólann sem hún og Matthías munu byrja í, í ágúst. Þetta er mjög skrítið allt saman fyrir manneskju sem er vön skipulaginu og umhverfinu á Íslandi. Húsgögnin eru dulítið gömul og svo eru snagar inná badeværelse-inu hjá minnstu börnunum, sem sagt eitt fyrir hvert barn og notast undir rassinn á þeim þegar það er skipt á þeim. Svo eru inná hverri deild glas með trilljón tannburstum og börnin eru tannburstuð eftir (hverja,held ég) máltíð. Enginn heitur matur er heldur eru börnin send með nesti. Svo eru deildunum ekki haldið aðskildum heldur valsa börnin um allt eins og þeim sýnist. Það er lítið um myndir á veggjunum eftir börnin sem ég er ekki alveg sátt við og það er ekki eins mikil kennsla og heima á Íslandi. Enda er fyrsti bekkur í grunnskóla hér líka bara leikur og lítið kennt annað en stafirnir. Það hentar reyndar Alexander mjög vel því hann þarf að læra stafina upp á nýtt og er þá ekki að dembast inn í svaka kennslu strax. Þetta pínu menningarsjokk en börnin í Danmörku eru svona nokkurn veginn í lagi held ég þannig að þetta getur ekki verið svo slæmt.
Íslensk nágrannakona mín hér var að segja mér að fimm ára strákurinn hennar fór i heimsókn um daginn til vinar síns og þegar hann var sóttur var pabba hans boðið inn í kaffi. Þar fór hann að spurjast fyrir um hagi fjölskyldunnar, eins og tíðkast þegar fólk er að kynnast. Ekki væri það frásagnarvert nema vegna þess að það kom í ljós að pabbi vinarins er enginn annar en forstjóri Daloon. Ekki slæmt það!
Þessi sama nágrannakona mín sá aumur á mér og fór með mér (sem sagt bílandi) að skila stólunum. Skrifborðstólnum og eldhússtólunum og fá nýja. Þannig að nú get ég farið að setja saman...loksins. Húrrrrraa fyrir góðum granna!!!
Jamm og nú ætla ég að fara að skrúfa...
Kveðja S.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home