Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

sunnudagur, júní 27, 2004

Jæja o jæja. Sara og Helgi komin til Svíþjóðar sá ég áðan og eru í svipuðum hugleiðingum og við hér í Birkilundinum, þeas að koma sér fyrir. Gangi ykkur vel barasta.

Það er ekki hægt að segja að lukkan sé alltaf með mér þessa dagana. Eins og gefur að skilja að þarf að versla ýmislegt til heimilisins þegar maður flytur á nýjan stað (svo ég tali nú ekki um í nýtt land) og það hefur verið einkar vinsælt hjá verslunareigendum hér í baunalandi að láta mig ekki fá alla fylgihluti. En ég er búin að fatta þetta trikk hjá þeim. Þegar ég svo kem næst voða súr (þeir stóla á það) þá muni ég mjög líklega þurfa að kaupa eitthvað til að lina þjáningar mínar, eins og mörgum (ekki bara konum) er lagið. Eeeen, ég lét plata mig þegar ég fór í Ikea en mun ekki láta gabba mig aftur. Hana nú!!!

Eins og allflestir sem ég þekki vita að þá er hún Rúna frænka mín hérna hjá okkur. Hún sko er búin að standa sig svo vel í að hjálpa mér áð ég á varla til orð. Það er alveg óhætt að kalla hana mína hægri hönd. Takk fyrir mig Rúna mín.Svo eru börnin svo ánægð með hana og tjá það með því að klifra á henni. :o) Rúna mín þú ert og verður alltaf velkomin.

Jæja og svo er það veðrið.....
púff
hvar er hitinn og hvað þá hitabylgjan sem var nánast búið að lofa mér???
Jáogjæja það verður nú samt örugglega farið í danska árbæjarsafnið á morgun hvernig sem veðrinu líður, hmhmm, svo lengi sem rigningin taki ekki yfirhöndina.

Að síðustu, að þá eru margir skrítnir hlutir til og ekki til í Danmörku. Ég fór að kaupa bæs, nema hvað að það var heilmikið mál. Fyrst var eiginlega ekkert sem ég gat notað af þessu vegna þess að þetta er fyrir innanstokksmun. Svo fannst eitthvað sem ég átti að blanda sjálf, ekki gekk það vegna þess að ég ætlaði að nota þetta fyrir fleiri muni sem ég mun ekki fjárfesta í alveg strax og þess vegna þarf ég að geta geymt þetta.Þá var hringt í sér fróðari manneskju og loks fannst eitthvað sem ég mátti nota innandyra...og æ æ ekki var nú litaúrvalið mikið. ég hafði um tvo liti að velja. Mjólkursúkkulaðibrúnn eða mjöög svo rautt mahogny. Auðvitað valdi ég þá súkkulaðið :oD En svo er þetta ekki eins og venjulegt "íslenskt" bæs á að líta svona í dollunni, heldur alveg eins og kaldur súkkulaðibúðingur. Eins gott að halda dollunni frá eldhúsinu!!!

2 Comments:

  • At 7:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ég þakka fyrir mig, Rúna

     
  • At 10:11 e.h., Blogger Sara said…

    Alltaf gaman þegar nýjar bloggsíður bætast við :)
    Gangi ykkur vel, kv. Sara í Stokkhólmi.

     

Skrifa ummæli

<< Home