Fiskur, kisa, kommóður o.fl.
Jæja hér sit ég klukkan orðin meira en miðnætti og hlusta á Bylgjuna. Ég gæti alveg eins verið á Íslandi þessa stundina nema hvað að ég væri ekki að gæða mér fanta þá heldur íslensku appelsíni. VÁÁ hvað ég sakna appelsínsins. Hvernig fer ég að um jólin án blöndunnar góðu, bööööhhöööö....
Annars er það helst að frétta hér frá okkur að í gær voru íslenskir nágrannar okkar svo indæl að lána okkur bílinn í einn eftirmiðdag. Þannig að við gátum farið og keypt grindverk og borð og stóla í garðinn. Og svo keyptum við líka kommóður í Ikea (ætluðum að kaupa hengi líka en það var búið og þá var barasta ekkert hengi til bara ein tegund af snögum, svona er Ikea í Odense). Einnig nýttum við ferðina líka í að fara í hið margfræga Bilka að kaupa okkur bjór á tilboði (það er doldið þungt að bera heilann kassa í strætó), og tókum auka kassa handa nágrönnunum okkar góðu til að þakka fyrir okkur. Þau urðu mjög hissa og ánægð, alltaf gaman að gleðja fólk tilbaka.
Ég er alveg í skýjunum yfir nýju fínu kommóðunum okkar, þær taka endalaust við. Húsmæður og húsfeður takið eftir ef ykkur vantar huggulegt geymslurými þá taka Malm kommóðurnar vel við. :oD
Alexander fékk eina svona litla og hann er líka svakalega ánægður sérstaklega vegna þess að hann fékk að aðstoða við samsetningu.
Ég er alveg búin að sjá það að danir eru upp til hópa yfirmáta hjálplegir (nema í lágvörubyggingaverslunum)(eða hvað það kallast).
Um daginn bauð konan út á enda okkur bílinn í ljónagarðinn og núna bauð konan við hliðina á okkur bílinn sinn (nema að fólk vorkenni okkur svona að vera bíllaus hehe). En svo er það líka í strætó með kerruna að þá er fólk yfirleitt fljótt að bjóða framm aðstoð við að koma henni í eða úr vagninum.
Frá og með morgundeginum munum við passa kött (ekki inni hjá okkur..phew..) fyrir einn af okkar góðu nágrönnum, hana Dorte. Hún er að fara í frí til Praag í eina viku ásamt tveimur börnum og barnsföður. Hljómar skringilega en þetta er væntanlega gert fyrir börnin og er það bara gott mál.
Arnar fór í dag að fá leigðan bor til að geta sett niður staurana fyrir grindverkið. Úff, hann tók vitlausan strætó og tafðist þar af leiðandi um einn og hálfan tíma og var ekki kominn heim fyrr en 7.30. Ég var orðin nett stressuð og var að reyna að ákveða hvað ég ætti að bíða lengi með að hringja í löregluna. Ég var var líka búin að reyna að hringja í gemsann hans en þar fékk ég bara talhólfið. En svo kom greyjið Arnar búinn að vera í grenjandi rigningu og þá meina ég grenjandi. Vona bara að hann þurfi ekki að vera í rigningu líka á morgun við að setja upp girðinguna. Það nefnilega spáir þungbúnu framm yfir helgi.
Ég er farin að sakna íslenska fiskins. Við höfum ekki ennþá keypt fisk hér. Við vorum frædd á því að hann væri ekkert sérstaklega góður. Það er heldur ekkert úrval í þessum stórmörkuðum. Við verðum að athuga fiskbúðina í Rosengård centret. Nú og ef einhverjum langar rosalega að taka fisk með sér til Odense þá erum við alltaf tilbúin að taka hann að okkur svo.
Heyrumst (eða sjáumst)
Kv. S.
Annars er það helst að frétta hér frá okkur að í gær voru íslenskir nágrannar okkar svo indæl að lána okkur bílinn í einn eftirmiðdag. Þannig að við gátum farið og keypt grindverk og borð og stóla í garðinn. Og svo keyptum við líka kommóður í Ikea (ætluðum að kaupa hengi líka en það var búið og þá var barasta ekkert hengi til bara ein tegund af snögum, svona er Ikea í Odense). Einnig nýttum við ferðina líka í að fara í hið margfræga Bilka að kaupa okkur bjór á tilboði (það er doldið þungt að bera heilann kassa í strætó), og tókum auka kassa handa nágrönnunum okkar góðu til að þakka fyrir okkur. Þau urðu mjög hissa og ánægð, alltaf gaman að gleðja fólk tilbaka.
Ég er alveg í skýjunum yfir nýju fínu kommóðunum okkar, þær taka endalaust við. Húsmæður og húsfeður takið eftir ef ykkur vantar huggulegt geymslurými þá taka Malm kommóðurnar vel við. :oD
Alexander fékk eina svona litla og hann er líka svakalega ánægður sérstaklega vegna þess að hann fékk að aðstoða við samsetningu.
Ég er alveg búin að sjá það að danir eru upp til hópa yfirmáta hjálplegir (nema í lágvörubyggingaverslunum)(eða hvað það kallast).
Um daginn bauð konan út á enda okkur bílinn í ljónagarðinn og núna bauð konan við hliðina á okkur bílinn sinn (nema að fólk vorkenni okkur svona að vera bíllaus hehe). En svo er það líka í strætó með kerruna að þá er fólk yfirleitt fljótt að bjóða framm aðstoð við að koma henni í eða úr vagninum.
Frá og með morgundeginum munum við passa kött (ekki inni hjá okkur..phew..) fyrir einn af okkar góðu nágrönnum, hana Dorte. Hún er að fara í frí til Praag í eina viku ásamt tveimur börnum og barnsföður. Hljómar skringilega en þetta er væntanlega gert fyrir börnin og er það bara gott mál.
Arnar fór í dag að fá leigðan bor til að geta sett niður staurana fyrir grindverkið. Úff, hann tók vitlausan strætó og tafðist þar af leiðandi um einn og hálfan tíma og var ekki kominn heim fyrr en 7.30. Ég var orðin nett stressuð og var að reyna að ákveða hvað ég ætti að bíða lengi með að hringja í löregluna. Ég var var líka búin að reyna að hringja í gemsann hans en þar fékk ég bara talhólfið. En svo kom greyjið Arnar búinn að vera í grenjandi rigningu og þá meina ég grenjandi. Vona bara að hann þurfi ekki að vera í rigningu líka á morgun við að setja upp girðinguna. Það nefnilega spáir þungbúnu framm yfir helgi.
Ég er farin að sakna íslenska fiskins. Við höfum ekki ennþá keypt fisk hér. Við vorum frædd á því að hann væri ekkert sérstaklega góður. Það er heldur ekkert úrval í þessum stórmörkuðum. Við verðum að athuga fiskbúðina í Rosengård centret. Nú og ef einhverjum langar rosalega að taka fisk með sér til Odense þá erum við alltaf tilbúin að taka hann að okkur svo.
Heyrumst (eða sjáumst)
Kv. S.
1 Comments:
At 11:51 e.h.,
Nafnlaus said…
Mér finnst hálfpartinn eins og ég sé skilin eftir útundan þegar ég les það sem þið hafið verið að gera :( Ég sakna ykkar svooooo og að vera þarna............. til lukku með nýju hirzlurnar, appelsínkveðjur frá Fróni, Rúnabrúna.
Skrifa ummæli
<< Home