Jæja rigning...
...já svo að ég byrji nú á veðrinu eins og vanalega að þá er barasta rigning í dag og það eru sko engir smáskúrir eins og oft á Íslandinu góða, heldur nokkrar fötur á hvern fersentímeter.
Dísu og Matthíasi gengur vonum framar að aðlagast í leikskólanum. Það leit ekki vel út með skvísuna fyrstu tvo dagana en svo í dag þegar við fórum var hún alveg sátt við að við færum. Svo þegar ég kom að sækja hana þá var hún að leika á fullu með nokkrum stelpum. Mér sýnist hún samt hafa verið mest með tveimur, Serena og Christina. Þessi Cristina er alveg ótrúlega lík eldri stelpunni sem ég passaði úti í Usa nema annar háralitur. Jæja svo þegar ég sótti hana þá faðmaði og kreisti Serena Dísu. Það var æði að sjá þetta. Svo á morgun fer deildin hennar Dísu í ferð til Den Fynske Landsby og Dísa ætlar sko að fara ein með. Við eigum ekkert að stoppa, bara skila henni í leikskólann og fara. Ekkert smá dugleg stelpan.
Matthías er líka rosalega duglegur og leikur sér bara alveg á fullu án þess að spá nokkuð í okkur. Svo á morgun á að láta hann vera lengur þannig að hann fái dagslúrinn í leikskólanum. Vonanadi mun það ganga vel, því það er alltaf erfiðara og erfiðara að láta hann sofna á daginn hérna heima.
Ég er komin með afleysingavinnu og helgarvinnu aðrahverja helgi. Þetta er á hóteli í miðbænum, þrif á herbergjum. Og eins og oft áður þá var það ein nágrannakona mín sem reddaði þessu. Hún er sem sagt að vinna þarna og það vantar fólk. Yfirmaðurinn er svo ánægður með þær íslensku sem hafa unnið þarna að hann vill óður fá mig í vinnu. Ég hef ekki einu sinni hitt hann. En þetta er fínt, ég sem sagt er þarna sirka hálfan daginn, leysi af í veikindum og fríum og er líka með aðra hverja helgi. Við plönum að geyma launin og nota um jólin, sem er þá mjög gott, því ég hafði pínu áhyggjur hvernig maður ætti að komast gegnum þau.
Laugardaginn síðasta var þessi fína grillveisla og við vorum mjög heppin með veðrið. Byrjað var á því að leifa krökkunum að grilla "snobröd" , brauð vafið utan um grein og grillað yfir eldi svo var það snætt með matnum. Kjötið hjá Arnari var auðvitað alveg himneskt og allt með því. Við borðuðum svínalundir með ofnbökuðum rósmarín- og hvítlaukskartöflum, salati og kaldri dressingu ummmmmmm nammi. Svo kom ég með smá eftirrétt, handa öllum, franska súkkulaðiköku og rjóma.
Þegar það var orðið nánast aldimmt þá flutti liðið sig í garðinn til Hjördísar og Davíðs og þar var áfram teigaður bjór og sumir voru svo djarfir að smakka nokkrum sinnum á tequila og einnig southerncomfort (sem á víst að vera "greddu"drykkur ).
Þetta var mjög skemmtilegt og óhætt að segja að maður hafi kynnst íslendingunum hérna töluvert betur.
Jæja, ég held að þetta sé bara ágætt hjá mér í bili
Kær kveðja S.
Dísu og Matthíasi gengur vonum framar að aðlagast í leikskólanum. Það leit ekki vel út með skvísuna fyrstu tvo dagana en svo í dag þegar við fórum var hún alveg sátt við að við færum. Svo þegar ég kom að sækja hana þá var hún að leika á fullu með nokkrum stelpum. Mér sýnist hún samt hafa verið mest með tveimur, Serena og Christina. Þessi Cristina er alveg ótrúlega lík eldri stelpunni sem ég passaði úti í Usa nema annar háralitur. Jæja svo þegar ég sótti hana þá faðmaði og kreisti Serena Dísu. Það var æði að sjá þetta. Svo á morgun fer deildin hennar Dísu í ferð til Den Fynske Landsby og Dísa ætlar sko að fara ein með. Við eigum ekkert að stoppa, bara skila henni í leikskólann og fara. Ekkert smá dugleg stelpan.
Matthías er líka rosalega duglegur og leikur sér bara alveg á fullu án þess að spá nokkuð í okkur. Svo á morgun á að láta hann vera lengur þannig að hann fái dagslúrinn í leikskólanum. Vonanadi mun það ganga vel, því það er alltaf erfiðara og erfiðara að láta hann sofna á daginn hérna heima.
Ég er komin með afleysingavinnu og helgarvinnu aðrahverja helgi. Þetta er á hóteli í miðbænum, þrif á herbergjum. Og eins og oft áður þá var það ein nágrannakona mín sem reddaði þessu. Hún er sem sagt að vinna þarna og það vantar fólk. Yfirmaðurinn er svo ánægður með þær íslensku sem hafa unnið þarna að hann vill óður fá mig í vinnu. Ég hef ekki einu sinni hitt hann. En þetta er fínt, ég sem sagt er þarna sirka hálfan daginn, leysi af í veikindum og fríum og er líka með aðra hverja helgi. Við plönum að geyma launin og nota um jólin, sem er þá mjög gott, því ég hafði pínu áhyggjur hvernig maður ætti að komast gegnum þau.
Laugardaginn síðasta var þessi fína grillveisla og við vorum mjög heppin með veðrið. Byrjað var á því að leifa krökkunum að grilla "snobröd" , brauð vafið utan um grein og grillað yfir eldi svo var það snætt með matnum. Kjötið hjá Arnari var auðvitað alveg himneskt og allt með því. Við borðuðum svínalundir með ofnbökuðum rósmarín- og hvítlaukskartöflum, salati og kaldri dressingu ummmmmmm nammi. Svo kom ég með smá eftirrétt, handa öllum, franska súkkulaðiköku og rjóma.
Þegar það var orðið nánast aldimmt þá flutti liðið sig í garðinn til Hjördísar og Davíðs og þar var áfram teigaður bjór og sumir voru svo djarfir að smakka nokkrum sinnum á tequila og einnig southerncomfort (sem á víst að vera "greddu"drykkur ).
Þetta var mjög skemmtilegt og óhætt að segja að maður hafi kynnst íslendingunum hérna töluvert betur.
Jæja, ég held að þetta sé bara ágætt hjá mér í bili
Kær kveðja S.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home