Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, ágúst 13, 2004

Sæl öll nær og fjær.
Í dag er barasta rigning enda eins gott að gróðurinn fái einhvern vökva (Pollýanna) ;o)
Á morgun á að létta til og vonandi rætist það því að íslenskir nágrannar okkar eru að plana heljarinnar grillpartý úti á túni....og með tilheyrandi bjórkössum skilst mér.
Kíkið annars hér og smellið á ljósmyndasamkeppni þar er mynd sem heitir " Yndislegur..." . Rúna frænka mín tók þessa fallegu mynd og ég stóðst það ekki að senda hana. Hún er tekin í bátsferð sem við fórum í á Odense á. Hann Matthías var alveg á tánum af spenningi., hoppaði, skríkti og babblaði eins og honum væri borgað fyrir það.
svo getur vel verið að maður taki fleiri góðar myndir og freisti þess að vinna framköllun. Það væri ekki slæmt.

3 Comments:

  • At 3:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvað ertu að reka á eftir mér með blogg?!!! Ég kíki hér oft á dag og það er yfirleitt ekkert nýtt!!!!! Rúna

     
  • At 3:51 e.h., Blogger Sólrún said…

    Takk fyrir hlýjar kveðjur Rúna ;o)
    Ég reyni að blogga tvisvar til þrisvar í viku og finnst það bara mátulegt. Finnst þér það ekki nóg ? Á ég að blogga oftar?
    Kveðja S.

     
  • At 3:56 e.h., Blogger Sólrún said…

    ah ég var að skoða hjá mér bloggið. Þetta hefur reyndar verið einu sinni til tvisvar í viku. Sorríí...en þarf það að vera oftar???

     

Skrifa ummæli

<< Home