Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

mánudagur, ágúst 23, 2004

Enn ein helgin flogin.

Tíminn líður ótrúlega hratt. Það styttist óðum í að Arnar byrji í skólanum. Úff og ég fer í vinnu á morgun eftir eins og hálfs árs "bara húsmóðir" vinnu. Núna verð ég bara húsmóðir með afleysinga- og helgarvinnu.

Svei mér þá helgin leið svo hratt það er varla að ég muni hvað við gerðum. Jú við allavega tókum til og gerðum aðeins fínna fyrir framan húsið hjá okkur. ...... og hvernig læt ég ... við vorum voða dugleg og hjóluðum í dýragarðinn með Dísu og Matthías í hjólavagninum og Alexander hjólaði sjálfur. Ég er ekkert smá stolt af honum. Þetta var sæmilega langur túr og hann hjólaði eins hetja, kvartaði ekki hið minnsta og náði meira að segja ágætis hraða. Go Alexander! ;o)

Í dag hjóluðm við Arnar út í skólann hans Arnars og í Bilka. Þetta var alveg hin fínasta líkamsrækt. Tók vel á. Sérstaklega á leiðinni heim með allar vörurnar úr Bilka og það er aðeins meira upp í móti. Nú er málið bara að hjóla oftar þannig að maður verði sterkari.... er það ekki heila málið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home