Einmanalegt í kotinu
Jæja Arnar er búin að vera í skólaferðalagi núna síðan á mánudag og kemur loksins aftur í dag. Það er nú doldið einmanalegt hérna þegar hvorki hann eða börnin eru heima. En þá er bara að setja tónlist á, bretta upp ermarnar og gera eitthvað af viti.
Hótelið er nú kannski ekki alslæmt, það venst örlítið ( en er þó alltaf grútleiðinlegt). Verst að nú er bakið farið að kvarta. Vona að það verði ekki svo slæmt að ég verði að hætta. Þyrfti eiginlega að komast í einhverja rækt. Hehe en ég á alveg eftir að sjá það gerast, mér sýnist svoleiðis ekkert vera á hverju strái hérna fyrir utan hvað svona er dýrt.
Það virðist vera vinsælt hjá skólunum hér í Danmörku að fara í stutt ferðalög. Sem er bara gott mál, held ég. Arnar er í einu núna, svo fer Dísa í núna í sept. í þriggja nátta ferð með leikskólanum. Þetta gera þeir víst á hverju ári með tvær eldri deildirnar ( miðjudeildin ekki eins margar nætur). Dísu hlakkar ofsalega til. Ég er svo stolt af henni hvað hún er að pluma sig vel. Hún er alltaf að skilja dönskuna betur og svo bara reddar hún sér á ísl.-dönsku. Alexander er þannig heyrist mér líka. Svo dugleg börn. :o) Matthías er auðvitað líka duglegur en það er doldið erfitt á morgnana ennþá, þá tognar svolítið á naflastrengnum. Hann er þó alltaf viljugri með hverjum deginum , finnst mér.
Oh hvað mig vantar dökkar súkkulaðirúsinur þegar Rósa kemur í heimsókn.
Það er svo margt sem ég sakna frá Íslandi. Það er alveg á hreinu að þegar ég kem heim í heimsókn að þá verða ferðatöskurnar fullar, á leiðinni heim til mín í Danaveldi, af íslensku góðgæti. Ekki það að maður er svo sem ekkert illa settur hérna það er sko til fullt af góðu gúmmulaði hér. Eins og td smurosturinn hér er alveg brilliant og jarðaberjaterturnar eru ennþá betri. Verst hvað þær eru dýrar (hehe eða kannski eins gott). Ég reyndar rakst á uppskrift af einni slíkri í Gestgjafanum frá "kaffi konduDóri" . Það er sko engin spurning að ég mun prufa að gera hana og sjá hvort hún sé ekki bara jafngóð og úr bakaríi hér.
Hótelið er nú kannski ekki alslæmt, það venst örlítið ( en er þó alltaf grútleiðinlegt). Verst að nú er bakið farið að kvarta. Vona að það verði ekki svo slæmt að ég verði að hætta. Þyrfti eiginlega að komast í einhverja rækt. Hehe en ég á alveg eftir að sjá það gerast, mér sýnist svoleiðis ekkert vera á hverju strái hérna fyrir utan hvað svona er dýrt.
Það virðist vera vinsælt hjá skólunum hér í Danmörku að fara í stutt ferðalög. Sem er bara gott mál, held ég. Arnar er í einu núna, svo fer Dísa í núna í sept. í þriggja nátta ferð með leikskólanum. Þetta gera þeir víst á hverju ári með tvær eldri deildirnar ( miðjudeildin ekki eins margar nætur). Dísu hlakkar ofsalega til. Ég er svo stolt af henni hvað hún er að pluma sig vel. Hún er alltaf að skilja dönskuna betur og svo bara reddar hún sér á ísl.-dönsku. Alexander er þannig heyrist mér líka. Svo dugleg börn. :o) Matthías er auðvitað líka duglegur en það er doldið erfitt á morgnana ennþá, þá tognar svolítið á naflastrengnum. Hann er þó alltaf viljugri með hverjum deginum , finnst mér.
Oh hvað mig vantar dökkar súkkulaðirúsinur þegar Rósa kemur í heimsókn.
Það er svo margt sem ég sakna frá Íslandi. Það er alveg á hreinu að þegar ég kem heim í heimsókn að þá verða ferðatöskurnar fullar, á leiðinni heim til mín í Danaveldi, af íslensku góðgæti. Ekki það að maður er svo sem ekkert illa settur hérna það er sko til fullt af góðu gúmmulaði hér. Eins og td smurosturinn hér er alveg brilliant og jarðaberjaterturnar eru ennþá betri. Verst hvað þær eru dýrar (hehe eða kannski eins gott). Ég reyndar rakst á uppskrift af einni slíkri í Gestgjafanum frá "kaffi konduDóri" . Það er sko engin spurning að ég mun prufa að gera hana og sjá hvort hún sé ekki bara jafngóð og úr bakaríi hér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home