Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

fimmtudagur, september 23, 2004

Börn eru yndisleg

Jæja mér er batnað. Þeir góðu vinna alltaf.

Börnin okkar eru alveg frábær. Það koma svo skemmtilegar spekúleringar. Alexander var eitthvað að spá í dauðann. Þá fer Dísa að segja að maður sé alltaf settur í fín föt og í kistu þegar maður deyr svo að maður fá ekki mold í augun og Guð vilji ekki fá mann skítugan upp til sín.

Matthías er búinn að fatta að segja bíbí og svo er Bubbi Byggir í uppáhaldi hjá honum. Núna er allt sem sagt bíbí en breitist oft í bubbíbubb svona pínu sönglandi.

Bakið er alveg að fara með mig og ég á að vinna um helgina. Þetta er sennilega óheppilegasta vinna, hvað bakið varðar, sem ég hefði getað fengið. Ekki bjartsýn á að geta haldið henni.


6 Comments:

  • At 11:03 f.h., Blogger Sara said…

    Vona að þú hafir lært góða líkamsbeitingu... þungaflutningur.... nota sterku vöðvana í fótunum frekar en bakvöðvana ect...

    Kv. atvinnulausi sjúkraþjálfarinn ;o)

     
  • At 7:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    fáum við að vita hvernig ferðalagið hjá Dísu var?
    Rúna

     
  • At 7:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    ... og hvenær fáum við að sjá fleiri myndir?
    Rúnabrúna

     
  • At 8:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já, það eru líka búnar að falla þónokkrar pælingar um dauðann og jarðafarir hér undanfarið. T.d. finnst Hreiðari BRUÐL að jarða fólk Í kistunni!!!
    Gott að þér er batnað.
    Kveðja Munda og co

     
  • At 10:24 e.h., Blogger Sólrún said…

    Hahahaha þetta er auðvitað hárrétt hjá Hreiðari.

    Takk fyrir umhyggjuna kæra Sara. Það er verst að það er varla hægt að nota "réttar" hreyfingar við að skipta á rúmum (sérstaklega þeim sem eru undir súð). :o(

    Jamm Rúna mín það er verið að vinna í myndamálum og auðvitað má ekki gleyma ferðinni hennar Dísu. :o)

    Kv. S.

     
  • At 12:44 e.h., Blogger Sara said…

    Æææ - það var slæmt :/

     

Skrifa ummæli

<< Home