Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, september 17, 2004

Þrjár nætur liðnar...

...og mikið verður nú gott að fá Dísu mína heim. Ég er búin að baka lagtertu og á svo að vera mætt fyrir kl. 13 00 að "lave kaffe og saftevand". Jamm.
Það er gjörsamlega brjálað að gera hjá Arnari í skólanum. Þetta er svo mikið lesefni og þar að auki á dönsku að hann er varla að komast yfir þetta. Eins gott að ég er "bara" heimavinnandi. Þegar maður er kominn í þessa stærðargráðu af fjölskyldu þarf að hugsa mikið um heimilið og eins gott að dandalast ekki mikið í vinnu eða slíka vitleysu þegar annar makinn verður að sinna náminu 25 tíma á sólarhring.
Ég fór óvænt að vinna í gærmorgun og fór svo með Önnu Láru í ræktina í frían prufutíma. Þannig að núna er ég vel strengd. Mjög gott. Manni líður svo vel á eftir (þó að sú vellíðun endist ekki alltaf framm á næsta dag.
Það er ennþá slatti af roki úti og þ.a.l. fínt að hengja út (nema þegar veðurguðunum dettur í hug sletta pínu úr fötunum sínum líka).
Jæja helgi frammundan. Ekkert planað nema að leyfa Arnari að læra. Kannski baka brauð, helst nokkur stykki. Það fer svo gígantískt magn af þessu í nesti að maður hefur ekki undan að versla þetta. Verslum reyndar alltaf fyrir frystinn líka en það er væntanlega töluvert ódýrara að baka sjálf þannig að nú á að prufa sig áfram.
GÓÐA HELGI!

2 Comments:

  • At 6:29 e.h., Blogger Helgi said…

    Mikið ertu nú almennileg við karlinn, Sólrún. Heyrðu, ef þú átt í vandræðum með að koma lagtertunni í lóg, geturðu sent svolítið yfir til Svíþjóðar. Mér þykja nefnilega lagtertur ákaflega góðar!

    H.

     
  • At 6:01 e.h., Blogger Sólrún said…

    Takk fyrir ábendinguna Helgi. Gott að vita af þessu. Aldrei að vita hvað bankar á dyrnar. ;o)
    Kv. S.

     

Skrifa ummæli

<< Home