Enn einn mánudagurinn
Það sem helst er í fréttum hjá okkur núna er að við fengum okkar fyrstu næturgesti á laugardaginn og þangað til í morgun. Steini og Guðrún (úr vinahópnum Arnars meginn) heiðruðu okkur með nærveru sinni og var það bara virkilega ljúft. Svo ég tali nú ekki um að þau buðu okkur í mat á sunnudagskvöldið. Steini hristi fram úr erminni tagliatelle með hvítlauk og spænskri skinku og guð veit hverju. Alla vega að þá var maturinn sérstaklega ljúffengur og þessu skolað niður með dýrindis rauðvíni. Takk fyrir okkur. :o)
Helgin var tekin með rólegheitum og ákveðið var að fara á næstu U2 tónleika sem kostur væri á.
Eins gott að standa við það því að ég er þegar farin að hlakka til.
Ég var hins vegar frekar óheppin með fótinn á mér þessa helgi. Á föstudagsmorgun vaknaði ég með tvö bit á vinstri löppinni. Eitt á kálfanum og eitt á ristinni. Þetta voru bit númer þrjú og fjögur og fannst mér þetta ekki spennandi því manni klægjar heil ósköp í þetta. Nema hvað að ég átti bara von á að þessi bit yrðu bara að litlum kílum og færu svo....en neeeeiii.
Ég bara bólgnaði meira og meira og á laugardagskvöld var ristin á mér orðin svo bólgin að ég gat varla gengið og þegar ég steig niður að þá snertu tærnar ekki gólfið heldur þurfti ég að ýta þeim niður ef ég vildi láta það gerast. Ég semátti að mæta í vinnu á sunnudagsmorgun varð að melda mig veika. Núna er þetta aðeins að hjaðna og ég er ekki með alveg eins mikin verk og get gengið um án þess að haltra.
Jæja Dísa fer í ferðina í fyrramálið og ég verð að fara að pakka og merkja og skrá niður hvern einasta hlut sem hún tekur með.
Knús og kossar ....
Helgin var tekin með rólegheitum og ákveðið var að fara á næstu U2 tónleika sem kostur væri á.
Eins gott að standa við það því að ég er þegar farin að hlakka til.
Ég var hins vegar frekar óheppin með fótinn á mér þessa helgi. Á föstudagsmorgun vaknaði ég með tvö bit á vinstri löppinni. Eitt á kálfanum og eitt á ristinni. Þetta voru bit númer þrjú og fjögur og fannst mér þetta ekki spennandi því manni klægjar heil ósköp í þetta. Nema hvað að ég átti bara von á að þessi bit yrðu bara að litlum kílum og færu svo....en neeeeiii.
Ég bara bólgnaði meira og meira og á laugardagskvöld var ristin á mér orðin svo bólgin að ég gat varla gengið og þegar ég steig niður að þá snertu tærnar ekki gólfið heldur þurfti ég að ýta þeim niður ef ég vildi láta það gerast. Ég semátti að mæta í vinnu á sunnudagsmorgun varð að melda mig veika. Núna er þetta aðeins að hjaðna og ég er ekki með alveg eins mikin verk og get gengið um án þess að haltra.
Jæja Dísa fer í ferðina í fyrramálið og ég verð að fara að pakka og merkja og skrá niður hvern einasta hlut sem hún tekur með.
Knús og kossar ....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home