Skil ekki hvað er í gangi..
..í þessu bloggi,
Ég reyndi tvisvar að blogga í fyrradag og kom blogginu barasta ekki inn. Svo ákvað ég að prufa aftur í dag og þá bíður gamla bloggið bara aftir að vera sett inn. Fóru svo bara bæði í einu þegar ég smellti á "post" fyrir annað þeirra. Jæja nú hljóma ég voða vitlaus í þessum málum og það er sennilega bara rétt :oS
Arnar er ennþá að jafna sig á veikindunum síðan um daginn en reynir að stunda skólann samt af fremsta megni. Svo er hann skíthræddur um að smita okkur hin en það mun ekki gerast, við erum svo hraust ;o)
Í "forældrekaffe" -inu í fyrradag var boðið upp súrmjólkurhorn. Hljómar voða hollt, en ég er ekki frá því að það hafi verið pínu marsipan þarna einhversstaðar, og svo var perlusykur ofaná. Þetta var voða gott.
Við fengum að sjá video frá ferðalagi frá því í fyrra og mér líst bara vel á þetta. Þau fá að vefja sjálf kartöflu inn í kál og álpappír og setja á "bål "sem er reyndar bara grill en ekki bál. Svo fá þau líka kjúklingabringu vafða inní beikon... það er ekkert slor hjá þessum börnum. En nú er reyndar bringan á fuglinum ekki eins dýr hér og á fróni og þykir því kannski ekki alveg eins fínn matur.
Þessi ferð lofar góðu. Ég er búin að fylla út bleðil með öllum þeim upplýsingum sem þær gætu þurft á að halda. Það róar "hið viðkvæma móðurhjarta" að vita að fóstrurnar séu við öllu búnar.
Dísa fer sem sagt á þriðjudagsmorgun og kemur ekki aftur fyrr en eftir hádegi á föstudag. Það verður skrítið.
Það var hengdur upp listi fyrir foreldra (hmhmm mömmur) til að skrá sig til að baka handa krökkunum. Þrjár baka fyrir brottförina og tvær handa þeim þegar þau eru komin heim í leikskólann aftur. Auðvitað skráði ég mig og mun baka fyrir heimkomuna. Ég held að ég geri brúna lagtertu. Börnum finnst hún alltaf góð. Var reyndar að spá í að gera eitthvað brauðkyns en nei kaka á það að vera. Fæn bæ mí það er minni vinna!
Ég hef heyrt þessar íslensku hérna tala doldið mikið um að það megi helst ekki koma með annað en rúgbrauð í nesti í leikskólann og að það sé mikið passað upp á að allt sé mjög heilsusamlegt. Pöhh það er nú ekki alveg þannig hér í Svenstrup börnehave. Siðast þegar ég sá krakkana þarna vera að borða nestið sitt að þá var td. einn með brauð með súkkulaði, önnur með sætt jógúrt og súkkulaðikex (súkkulaði m. smá kexi), ein var með 1stk. karamellu eða brjóstsykur. Svo var fransbrauð með kæfu í kaffitímanum einu sinni hjá Matthíasi (hann þarf ekki að hafa nesti fyrir kafftímann). Ég vil nú reyndar ekki vera að mála þetta svart samt, hehe, flestir voru með gáfulegri "madpakke" en þetta.
Við Arnar höfum alltaf haldið að "frokost" væri morgunmatur og ég man ekki betur en að manni hafi verið kennt það, hérna í den. En það er hinn mesti misskilningur, "frokost" er sko hádegismatur. Segið mér nú eitt..eru einhverjir fleiri sem hafa haldið þetta? Eða er þetta bara sönnun þess hvað við Arnar eigum vel saman, trúum sömu vitleysunni....
Einhver sagði mér að það hafi spáð rigningu í dag og um helgina. Sólin er reyndar núna, vona að það haldist allavega í dag. Þá kannski næ ég að klára að mála það sem eftir er. Þetta er afskaplega seinlegt þegar maður er einn í þessu.
Jæja út í sólina. :oD
Ég reyndi tvisvar að blogga í fyrradag og kom blogginu barasta ekki inn. Svo ákvað ég að prufa aftur í dag og þá bíður gamla bloggið bara aftir að vera sett inn. Fóru svo bara bæði í einu þegar ég smellti á "post" fyrir annað þeirra. Jæja nú hljóma ég voða vitlaus í þessum málum og það er sennilega bara rétt :oS
Arnar er ennþá að jafna sig á veikindunum síðan um daginn en reynir að stunda skólann samt af fremsta megni. Svo er hann skíthræddur um að smita okkur hin en það mun ekki gerast, við erum svo hraust ;o)
Í "forældrekaffe" -inu í fyrradag var boðið upp súrmjólkurhorn. Hljómar voða hollt, en ég er ekki frá því að það hafi verið pínu marsipan þarna einhversstaðar, og svo var perlusykur ofaná. Þetta var voða gott.
Við fengum að sjá video frá ferðalagi frá því í fyrra og mér líst bara vel á þetta. Þau fá að vefja sjálf kartöflu inn í kál og álpappír og setja á "bål "sem er reyndar bara grill en ekki bál. Svo fá þau líka kjúklingabringu vafða inní beikon... það er ekkert slor hjá þessum börnum. En nú er reyndar bringan á fuglinum ekki eins dýr hér og á fróni og þykir því kannski ekki alveg eins fínn matur.
Þessi ferð lofar góðu. Ég er búin að fylla út bleðil með öllum þeim upplýsingum sem þær gætu þurft á að halda. Það róar "hið viðkvæma móðurhjarta" að vita að fóstrurnar séu við öllu búnar.
Dísa fer sem sagt á þriðjudagsmorgun og kemur ekki aftur fyrr en eftir hádegi á föstudag. Það verður skrítið.
Það var hengdur upp listi fyrir foreldra (hmhmm mömmur) til að skrá sig til að baka handa krökkunum. Þrjár baka fyrir brottförina og tvær handa þeim þegar þau eru komin heim í leikskólann aftur. Auðvitað skráði ég mig og mun baka fyrir heimkomuna. Ég held að ég geri brúna lagtertu. Börnum finnst hún alltaf góð. Var reyndar að spá í að gera eitthvað brauðkyns en nei kaka á það að vera. Fæn bæ mí það er minni vinna!
Ég hef heyrt þessar íslensku hérna tala doldið mikið um að það megi helst ekki koma með annað en rúgbrauð í nesti í leikskólann og að það sé mikið passað upp á að allt sé mjög heilsusamlegt. Pöhh það er nú ekki alveg þannig hér í Svenstrup börnehave. Siðast þegar ég sá krakkana þarna vera að borða nestið sitt að þá var td. einn með brauð með súkkulaði, önnur með sætt jógúrt og súkkulaðikex (súkkulaði m. smá kexi), ein var með 1stk. karamellu eða brjóstsykur. Svo var fransbrauð með kæfu í kaffitímanum einu sinni hjá Matthíasi (hann þarf ekki að hafa nesti fyrir kafftímann). Ég vil nú reyndar ekki vera að mála þetta svart samt, hehe, flestir voru með gáfulegri "madpakke" en þetta.
Við Arnar höfum alltaf haldið að "frokost" væri morgunmatur og ég man ekki betur en að manni hafi verið kennt það, hérna í den. En það er hinn mesti misskilningur, "frokost" er sko hádegismatur. Segið mér nú eitt..eru einhverjir fleiri sem hafa haldið þetta? Eða er þetta bara sönnun þess hvað við Arnar eigum vel saman, trúum sömu vitleysunni....
Einhver sagði mér að það hafi spáð rigningu í dag og um helgina. Sólin er reyndar núna, vona að það haldist allavega í dag. Þá kannski næ ég að klára að mála það sem eftir er. Þetta er afskaplega seinlegt þegar maður er einn í þessu.
Jæja út í sólina. :oD
4 Comments:
At 11:56 f.h.,
Nafnlaus said…
Sendi Dísu baráttukveðjur :) með von um að allt gangi vel.
Svo má Arnar gjarnan segja lesendum sínum svarið við gátunni sem hann setti á síðuna sína síðast. Svo ég geti nú haldið áfram störfum ;)
kv. Beggó
At 12:26 e.h.,
Sólrún said…
Ég skal koma báðum kveðjunum til skila. :o)
At 4:41 e.h.,
Sara said…
Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að frokost = hádegismatur (svo sem alin upp í Danmörku!), en hér í Svíþjóð þýðir frukost = morgunmatur. Eruð þið hjónakornin eitthvað að rugla saman tungumálum???
At 8:33 e.h.,
Sólrún said…
Hehehe, sennilega.
Skrifa ummæli
<< Home