Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

sunnudagur, september 19, 2004

Veirur

Snökt...! Ég er lasin og hef ekkert bakað þessa helgi. Verst að það hefur bitnað á Arnari, hann hefur takmarkað fengið að læra, því að ég auminginn er svo máttlaus að ég get varla hugsað um Matthías. Tók tvær panódíl (kláraði birgðirnar) og núna er ég rólfær. Náði meira að segja að skræla kartöflurnar fyrir Arnar ( sem ég ætlaði að sjá um að elda í upphafi). Þetta er nú meiri frekjan í þessari Veiru. Ryðst bara á mann með svo miklu offorsi að varnarmennirnir mínir fá lítið við ráðið. En þeir eru klókir og munu brátt henda þessarri frekjudós út. Vonandi sem fyrst.

Í gærmorgun kom Dorte, hérna við hliðina, og bað okkur um að keyra sig og tvo vini sína á rokktónleika. Nota bene hún er einhverstaðar á milli fertugs og fimmtugs þessi kona. Gaman að sjá að fólk nýtur sín áfram á "efri árum" :o)
Ég keyrði þau og svo fengum við að nota bílinn eins og við vildum. Gerðum reyndar ekkert nema ég notaði tækifærið og fór í Nettó og gerði stórinnkaup.
Jæja Arnar, þessi elska, er tilbúinn með kræsingar.
Untill next....hafið það gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home