Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Uha ´hafið þið heyrt það. Tölvur sem ákveða dóminn yfir afbrotamönnum. Það hljómar hættulegt


Danir eru heitir núna í umræðunni um reykingabannið sem byrjar þann 15. ágúst. Jiii hvað ég hlakka til. Það verður gaman að geta farið út að skemmta sér án þess að koma reykt heim. Reykingamönnum (og meira að segja mörgum sem ekki reykja) finnst þetta gengið of langt. Að gera reykingamönnum þetta, að samfélagið muni líta á það fólk sem afbrotamenn.
Svo heyri ég líka fólk (líka reykingamenn) sem hefur ferðast mikið, segja að þetta sé gott. Virki vel annars staðar og "bíðið bara, þetta er ekki eins slæmt og þið haldið".

Er að spá í að fara til Þýskalands núna um helgina og versla ársskammtinn af gosi og nammi og hálfsársskammtinn af bjór. Síðustu dósirnar frá ferðinni fyrir rúmu ári síðan kláruðust í afm. hans Alexanders.

Matthías er á "ég vil ekki fara í leikskólann" tímabili :o( vona að það fari að ganga yfir. Það er svo sárt að horfa á hann vælandi á morgnana þegar ég skil hann eftir í leikskólanum.
Hann á annars bráðum afmæli og er búinn að panta Bangsímon köku til að taka með í leikskólann. :o) Það er óhætt að segja að það kökuform hefur borgað sig.

Jæja vinna...!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home