Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

laugardagur, apríl 14, 2007

Hej allesammen!
Í dag er bara yndilsegt veður. er bara í litlu sumarpilsi og hlírabol...yndislegt! :o)

Arnar fer á mánudag og verður í mánuð. frábært tækifæri fyrir hann. Óska honum góðrar ferðar.

Alexander á afmæli eftir viku. Hann er búinn að gera lista/plan f. daginn. 'Uff það verður ekki auðvelt að standa í þvi, hann vill m.a. hafa skattejagt..(er það ekki bara fjársjóðsleit) svona leit med stoppistöðvum og verkefnum semá að leysa. Hjálp! Veit ekki hvernig ég a að búa til svoleiðis. Svo þarf að fara að plana Dísu afmæli líka.

Hárið á mér er orðið mjög lélegt. Það molnar bar, skil þetta ekki. Finn að það er að verða ansi þunnt og hársvörðurinn er líka slæmur. Ég sem hef alltaf verið með þykkt og gott hár. Dettur helst í hug að mig vanti vítamín... og ró í hausinn á mér. Hef alltaf svo mikið að gera að mér finnst ég stundum ekki geta andað. En þá skæli ég bara pínu og held svo áfram. Ég má þakka fyrir það sem ég hef. Yndisleg börn, góða íbúð (ennþá), praktík (ennþá), bestu foreldra í heimi og er alltaf að eignast fleiri og fleiri vini og kunningja. Það eru ekki allir svo heppnir. Þekki td einn sem missti foreldra sína og sína einu systir, öll á skömmum tíma vegna veikinda. Hann á engin börn og enga konu. Honum hlítur að finnast hann einn oft á tíðum.
Ég hef það gott!

4 Comments:

  • At 5:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég sakna þín svoooooooooooooooooo
    kv. besta frænka
    aka. Rúnabrúna:)

     
  • At 8:54 f.h., Blogger Sólrún said…

    Sakna þín líka dúllan mín. :o)

     
  • At 1:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ef það er nokkur huggun þá ert þú ekki ein um að vera að tapa hárinu. Mitt dettur af mínu bráðum sköllótta höfði liggur við í flyksum og svo til að bæta það þá fékk ég einhver ljót útbrot í hársvörðinn, skinn flagnaði og var rauð. Það er nú reyndar búið að lagast en hárin eru enn að detta af. Við getum kannski bara safnað hárunum okkar saman og gert stóra góða hárkollu:D

     
  • At 12:25 e.h., Blogger Sólrún said…

    Ha ha en verst að hárið á mér molnar svo að það yrði eitthvað skrítin hárkolla...

     

Skrifa ummæli

<< Home