Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

fimmtudagur, mars 15, 2007

Hmmm... já þetta með að fara skrúfa niður hitan í húsinu... bíð aðeins med það. Hef ekki séð sólarglætu í dag og finnst bara frekar kalt að sitja hérna. Ég er sem sagt ekki að standa mig sem íslenskur víkingur (er sú eina sem er kalt hérna inni). En allavega þá á víst að snjóa um helgina, þannig að vorið lætur eitthvað bíða eftir sér þrátt fyrir að krókusarnir séu löngu komnir upp - og sólarglætuna síðustu daga.

Alexander stillti klukkuna sína á hálf sex í morgun og vaknaði samt 5 mín. fyrr og kom svo og vakti mömmu sína. Frábært að hafa svona lífræna vekjaraklukku. Ég stillti mína kl. líka á hálf sex en þegar ég er mjög þreytt á ég það til að ýta á snooze...ekki sniðugt! Var að spá í hvort hann gæti ekki bara vanið sig á þetta. :oP

Dísa er svo dugleg. Það var alltaf algjör pína að þurfa að kemba hana. En við erum komin með lausn á málinu. Hún er svo dugleg að lesa og á alltaf að lesa fyrir fullorðinn á hverjum degi. Núna les hún bara meðan hún er kembd og þetta gengur eins og í sögu. Hún les bara og kvartar ekki hið minnsta meðan þéttur stálkamburinn fer í gengum hárið.

Oohhh hvað mig langar í súkkulaði núúúnaa...

Talandi um súkkuladi. Ætlar enginn að koma í heimsókn yfir páskana með íslensk páskaegg í farteskinu? :oD

..............................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home