Desember allerede!!!

Vá hvað ég hef verið ódugleg að blogga. Hugsa
alltaf um það öðru hverju. Vantar bara framkvæmdagleðina.
Það var svo mikið að gera hjá mér í nóvember. Man ekki eftir að hafa nokkurn tímann fyrr á ævinni verið svona bissíí. Endalaus verkefnaskil. Svo auðvitað að hjálpa krökkunum með þeirra og mæta í skólann þeirra á hitt og þetta. Er eiginlega bara pinu stolt af mér að komast í gegnum þetta svona nokkurn veginn skaðlaust. Varð meira að segja hæst í bekknum í munnlegri dönsku. Langar þó ekki að minnast á hin tvö prófin sem ég tók. Kunni þetta alveg. En ég held að heilinn hafi ekki verið alveg starfhæfur. Ég var of lengi að gera prófin og náði ekki að klára. Hlakka ekki til að fá einkunnirnar fyrir þau.
Núna eru yndislegu krílin mín, eftir að hafa verið alveg allan nóvember hjá mér, farin til pabba síns og verða þar til ca 20. desember, sem sagt þegar ég er búin með skólann. Þau fóru þangað síðastliðinn föstudag. Það varð svo tómlegt hérna. Ég varð hálf eirðarlaus og vissi ekki hvað ég átti af mér að gera (þó að það sé nóg að gera hér á heimilinu jafnt og skólavinnu). Maður lærir þó á þetta. Sakna þeirra ennþá óskaplega en er ekki eins eirðarlaus.
Við vorum í leikskólanum í gær í jóladúlleríi. Mæting var kl. 9 og svo rölt saman út í skóg. Þar var búið að skreyta jólatré með piparkökuhjörtum (eins og í fyrra). Svo var gengið í kringum jólatréð og sungin jólalög. Fyndið að heyra sum lögin á dönsku. Sum þeirra fattaði maður ekki alveg hvaða lag þetta var fyrr en kom að viðlaginu nánast. Jæja, þegar búið var að syngja hópaðist krakkahópurinn saman og og kallaði á jólasveininn meðan þau horfðu löngunaraugum upp eftir göngustígnum. Eftir dálitla stund birtist hann, átti greinilega þó eitthvað erfitt með að rata því hann þvældist eitthvað af stígnum og inn á milli trjánna. Þetta fannst krökkunum gaman. Hann var auðvitað með sekk með sér og deildi út sælgætispokum meðal barnanna. Við hin fullorðnum fengum ekki nammi, nei nei við máttum hita okkur á Gammel Dansk og einhverju öðru álíka bragðvondu sem ég man ekki hvað heitir. Arnar náði að hlýja sér vel því hann fékk mitt skot (ásamt sínu).
Svo þegar sveinnin var farinn tíndu krakkarnir piparköku handa sér af jólatrénu og svo var haldið aftur heim að leikskólanum. Búið var að mæla með því að tína á leiðinni eitthvað til að nota í jólaskraut. Við fundum þó ekkert, það var allt svo blautt og skítugt eitthvað, höfum ekki fengið þá þjálfun sem innfæddir hafa til að sigta út nothæfa köngla osfrv. Það kom líka í ljós þegar við vorum búin að dæla í okkur eplaskífum, piparkökum, djúsi og glöggi að það var allt til alls til að föndra fallegan krans...og allt þurrt og hreint þar að auki. :)
Svo þegar búið var að föndra komu spilamennirnir, einn með harmonikku og hinn með fiðlu og gítar til skiptis, söfnuðu öllum í hring og spiluðu jólalög og fleira. Þetta var alveg ofsalega skemmtilegt. Oooog þar á eftir komu elstu börnin kjól með með kórónur og kerti og sungu Santa Lucia. Svo kom miðdeildin sem Matthías er í með jólasveinahúfur og sungu tvö lög. ægilega sætt :)
Í dag strax eftir skóla var rokið í skólann hjá krökkunum og föndrað með Dísu bekk. Það hófst með bingó eða banko eins og þeir kalla það. Svo var borðaður matur sem fólk hafði lagt í púkk í hlaðborð...og svo var föndrað.
Ég held að ég sé búin að fá minn skammt af föndri (allavega annars staðar en heima hjá mér) í bili. Stressið er ekki alveg að leyfa meiri "hygge". Ég á að skila lokaverkefninu eftir ca eina og hálfa viku og ég er bara ekki alveg að meika þetta. Get ekki ákveðið hvað ég á að gera með þessa tröppu. Ætlaði upphaflega að hafa hana úr áli, núna er ég þó komin í vafa..þá verður hún kannski of klossuð. Hvað er mér óhætt að hafa lappirnar þunnar ??? osfrv... aarrrg Er orðin vægast sagt pirruð og skíthrædd um að þetta verkefni sem mér fannst vera "alletiders" fari bara í vaskinn. Er búin að skrifa til stálsmiðju á Íslandi og biðja um ráðleggingar en er eiginlega bara viss um að þeir muni ekki nenna að svara. Ææi ég er kannski pínu neikvæð núna. Finnst eiginlega ætlast til of mikils af manni á of stuttum tíma (eða af mér alla vega, hef ekki heyrt kennarann koma með sömu kröfur til hinna).
Vá nú verð ég að hætta í bili, áður en ég fer BARA að kvabba.
Þar til næst dúllurnar mínar. Þið sem lesið þetta megið alveg biðja fyrir þessu verkefni mínu.
Sólrún
ah já svo var einn bekkjarfélagi minn sem var forvitinn að fá að vita hvað ég væri að gera, að minna mig á að segja ykkur sem ekki vita að ég er búin að fá praktik pláss. Fyrirtækið er í Svendborg og heitir Scandinavian Brake Systems. Þannig að ef það er einhver ykkar sem er mikil mótorhjólafrík td, þá er alveg líklegt að þú hafir keypt bremsur frá þeim :)
Þeir eru nú reyndar í eitthverju fleiru. Ætla td að fara út í eitthvað samb. við vindmillur. Mjög spennandi. En þeir sem sagt vinna með Autocad Inventor, hlakka mikið til að læra á það. Hér er linkur á heimasíuna þeirra. http://www.sbs.dk/ og þeir sem eru með dönskufóbíu geta smellt á "English".
2 Comments:
At 7:06 e.h.,
Nafnlaus said…
Ég var hér, Rúnabrúna...
At 12:48 f.h.,
Nafnlaus said…
ooooooooog ég var hér aftur...
Skrifa ummæli
<< Home