Hæ aftur i vinnunni. Sé það að það hentar ágætlega að blogga í hádegispásunni. Svona ef ég man eftir því nógu snemma og eitthvað er eftir af þessari blessuðu pásu.
Jæja það kom að því að bíllinn min ætti að fara í skoðun. Auðvitað þurfti að yfirfara hann fyrst og laga hitt og þetta til að koma honum í gegn. Jæja eftir að hafa skilið hann eftir í tvo daga á verkstæði og ég eins og handalaus án hans. Bíð ég eftir að fá að vita hvað allt þetta sem þurfti að laga mun kosta, en það verður ca 5-10 þús. ddk. Hvar finn ég slíka upphæð þegar ég er alltaf í minus hver mánaðarmót nú orðið. Jæja bíllinn varð allavega fínn og góður. Fékk ma að vita að ég var heppin að eitthvað (sennilega stýrisendi) skildi ennþá hanga saman. Hefði getað farið illa. Ups og ég sem keyri aðeins of hratt á hraðbrautinni í vinnuna á morgnana. Jæja eftir þetta alltsaman fékk ég þó ekki skoðun. Einhver bremsurör þarf að skipta og svo á ég að koma aftur. Hvað skildi það kosta??? Fékk að heyra það frá einum kollega mínum að svona er þetta bara þegar maður kaupir druslur. Maður á að kaupa nýjan bíl!
Börnin voru hjá pabba sínum þessa helgi. Ég fór í partý. Ægilega gaman. Er smátt og smátt að kynnast fullt af fólki.
Við höfum eignast ný gæludýr. Hundruðir af litlum krúttlegum verum sem kallast lýs. Það sem meira er er að við höfum öll sömul þessa óboðnu gesti. Nú fara hátt í tveir tímar á kvöldi í að kemba. Hmmm...hvað annað gæti ég nýtt þann tíma í. Sennilega ekkert. Kem bara heim um kvöldmatarleitið og þarf þá að búa til eitthvað ætilegt , gera nesti fyrir samtals 7 máltíðir, taka til, þrífa, þvott, hjálpa með lærdóm og ýmislegt annað... en ég sleppi þvi bara að sofa. Hljóma ég pirruð...neeee
Jæja þá verð ég að smútta aftur og reyna að sýna að ég vinni eitthvað....
Jæja það kom að því að bíllinn min ætti að fara í skoðun. Auðvitað þurfti að yfirfara hann fyrst og laga hitt og þetta til að koma honum í gegn. Jæja eftir að hafa skilið hann eftir í tvo daga á verkstæði og ég eins og handalaus án hans. Bíð ég eftir að fá að vita hvað allt þetta sem þurfti að laga mun kosta, en það verður ca 5-10 þús. ddk. Hvar finn ég slíka upphæð þegar ég er alltaf í minus hver mánaðarmót nú orðið. Jæja bíllinn varð allavega fínn og góður. Fékk ma að vita að ég var heppin að eitthvað (sennilega stýrisendi) skildi ennþá hanga saman. Hefði getað farið illa. Ups og ég sem keyri aðeins of hratt á hraðbrautinni í vinnuna á morgnana. Jæja eftir þetta alltsaman fékk ég þó ekki skoðun. Einhver bremsurör þarf að skipta og svo á ég að koma aftur. Hvað skildi það kosta??? Fékk að heyra það frá einum kollega mínum að svona er þetta bara þegar maður kaupir druslur. Maður á að kaupa nýjan bíl!
Börnin voru hjá pabba sínum þessa helgi. Ég fór í partý. Ægilega gaman. Er smátt og smátt að kynnast fullt af fólki.
Við höfum eignast ný gæludýr. Hundruðir af litlum krúttlegum verum sem kallast lýs. Það sem meira er er að við höfum öll sömul þessa óboðnu gesti. Nú fara hátt í tveir tímar á kvöldi í að kemba. Hmmm...hvað annað gæti ég nýtt þann tíma í. Sennilega ekkert. Kem bara heim um kvöldmatarleitið og þarf þá að búa til eitthvað ætilegt , gera nesti fyrir samtals 7 máltíðir, taka til, þrífa, þvott, hjálpa með lærdóm og ýmislegt annað... en ég sleppi þvi bara að sofa. Hljóma ég pirruð...neeee
Jæja þá verð ég að smútta aftur og reyna að sýna að ég vinni eitthvað....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home