Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Matthías er farin að vilja að maður komi alltaf með honum á klósettið.
Í gær dró hann mig með. Svo þegar þangað var komið spurði ég hann hvað ég ætti eiginlega að gera þarna inni.... "þú ert með skítuga putta og þarft að þvo þá" svaraði hann. Ég rétti hendurnar fram og var hissa "ha, eru þeir skítugir?" spurði ég. "jaa þeir eru kannski bara klístraðir" svaraði hann meðan hann reyndi að drífa sig á klósettið áður en ég færi..... :oD

Afmælið hans Alexanders var á sunnudag. Hann var voða ánægður. við höfðum hamborgara og gos svo var farið í að opna pakka, skattejagt og svo var aftur sest niður til að borða rjómatertu, súkkulaðitertu og ricekrispies bita. Svo var endað á bingo. Hann fékk skemmtilegar gjafir. skemmtilegast finnst mér að þegar krakkar gefa peninga, föndra þeir oft með þá og gefa þá skreytta eða eitthvað sem peningurinn skreytir.

Eftir hádegi hlusta ég á Nýbylgjuna þá finnst mér ég vera á Íslandi, næstum því. En á morgnana hlusta ég á P3 sem er einskonar afsprengi ríkisútvarpsins (DR1). :o)
Þau eru alltaf með einhverja umræðu i gangi hvern dag, og gera oft svona litla könnun. Þar sem fólk getur beðið um að þau spyrji fólk um eitthvað sem það svarar svo með já eða nei á sms. Það skiptir engu máli hversu skrítin spurning það er eða gáfuleg.
Hér eru nokkar:
-Íhugarðu að fara frá kærastanum/kærustunni? JÁ 40%, NEI 60%
-Fékkstu´ða í morgun? JÁ 35%, NEI 65%
-Prumparðu í nálægð kærustunnar/-ans? JÁ 91%, NEI 9%
-Á Danmörk að eyða 100 mia í að fá OL til Danmerkur? JÁ 27%, NEI 73%
-Hefurðu reynt að svindla á tryggingafélaginu þínu? JÁ 58, NEI 42
-Þværðu hendur eftir klósettferð? JÁ 89%, NEI 11%

Ef einhver vill kíkja á hinar spurningarnar má nota þennann link.
http://www.dr.dk/P3/verdensbedste/Projekter/20060904095443.htm

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home