Þriðjudagur
Fór að vinna í morgun og svo á leiðinni heim kom ég við í Badestuen til að skoða. Það er sko alveg frábær staður. Þetta er svona nokkurs konar samansafn af allskonar verkstæðum sem maður má bara koma og nota alveg frítt. Nema maður þarf að kaupa hráefnið af þeim. Mig klægjar afskaplega í fingurna að fara í leirvinnu þar (hvað heitir það aftur þegar maður býr til skálar og slíkt á svona platta sem snýst?). Svo er þar alltaf maður sem leiðbeinir manni. Þetta er nokkuð sem mig hefur lengi langað að læra. En þetta er víst áralöng æfing til að ná að gera stærri hluti en bara litlar skálar eða bolla, sem eru í lagi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home