Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, október 22, 2004

jamm

Þá er þessi vika að klárast og það styttist óðum í hrekkjavöku. Það varð að fara að kaupa "hræðilegan" búning fyrir þennann mikla dag. Dísa fékk nornahatt, nornanef og nornakúst. Alexander vildi fá heilann búning sama hvað... og við fundum böðul á hálfvirði og exi var bætt við. Reyndar eins og svo oft áður þegar ég geri góð kaup hér í danaveldi að þá er ekki allt eins og það á að vera. Hálsmálið á búningnum hans A. er of þröngt og eftir nána skoðun að þá sýnist mér alls ekki hægt að fixa það án þess að eiga mikla hættu á að skemma búninginn. Þannig að það verður væntanlega farin önnur ferð í Toys ´re us á morgun í skipti erindum.

Matthías er loksins að ná sér eftir næstum tveggja vikna niðurgang og svo einnig hita þessa viku. En eins og læknirinn sagði að þá er hann stór strákur og þolir þetta vel.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home