Aftur kominn þriðjudagur :-o
Tíminn líður hratt, það verður kominn desember áður en maður veit af.
Tengdó komu á laugardag og fóru núna í morgun. Það var verulega fínt að fá þau. Arnar reyndar var eiginlega bara með nefið í námsbókum, enda prófvika núna, en hann fær að njóta vonandi betur þeirra nærveru næst þegar þau koma sem verður hugsanlega í desember.
Við hin fengum hinsvegar að skemmta okkur. Á sunnudaginn fóru Dísa og Alexander með afa sínum og ömmu í Lególand. Það var þvílíkt sport og munu D. og A. lifa á þessari ferð í langan tíma. Svo í gær þá fór ég með þeim (tengdó) í bæjarferð. Það var alveg frábært. Við dóluðum okkur bara. Ég var reyndar ekki hinn klárasti "guide" en þau fengu bara að sjá meira fyrir vikið. ;oþ
Jæja ég hef sko nóg að gera í húsverkunum. Best að reyna að afreka eitthvað!
Kveðja S.
Tengdó komu á laugardag og fóru núna í morgun. Það var verulega fínt að fá þau. Arnar reyndar var eiginlega bara með nefið í námsbókum, enda prófvika núna, en hann fær að njóta vonandi betur þeirra nærveru næst þegar þau koma sem verður hugsanlega í desember.
Við hin fengum hinsvegar að skemmta okkur. Á sunnudaginn fóru Dísa og Alexander með afa sínum og ömmu í Lególand. Það var þvílíkt sport og munu D. og A. lifa á þessari ferð í langan tíma. Svo í gær þá fór ég með þeim (tengdó) í bæjarferð. Það var alveg frábært. Við dóluðum okkur bara. Ég var reyndar ekki hinn klárasti "guide" en þau fengu bara að sjá meira fyrir vikið. ;oþ
Jæja ég hef sko nóg að gera í húsverkunum. Best að reyna að afreka eitthvað!
Kveðja S.
2 Comments:
At 7:52 e.h.,
Nafnlaus said…
Fannst þeim svefnsófinn ekki bara ágætur? Ég sé hann allavega fyrir mér í fellingum, aðallega þó vegna þess að hann er úti í Danmörku.....
Saknaðarkveðjur
Rúna
At 12:42 e.h.,
Sólrún said…
Jú jú ég held að þeim hafi fundist hann ágætur. Mæltu reyndar með því að setja eggjabakkadýnu yfir fyrir bakveika.
Sófinn og við söknum þín líka. :-)
Skrifa ummæli
<< Home