Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, október 08, 2004

Próf, saumó og kraftastrákur

Jæja þá er þessi vika að verða búin. Arnar er búin að taka tvö próf af fjórum og er búinn að standa sig verulega vel. Svo er hann barasta núna að taka próf nr. þrjú og fer svo í síðasta prófið kl. hálf tvö ef ég man rétt. Ætli maður geri ekki vel við sinn ektamann svo í kvöld til að halda upp á próflokin og gefi hinum eitthvað gott að borða. Kannski góðan eftirrétt! Fæ ég kannski uppástungur??

Ég var í saumaklúbbi í gær. Núna er ég í tveimur saumaklúbbum semsagt. Vorum, að ég held, tólf stykki þarna. Þykir mér nú nóg um. Það var auðvitað kjaftað og skrafað og allt það. Stundum svo mikið að ég vissi ekki hverja ég átti að hlusta á. Auðvitað uppgötvaðist ein fjarskyld frænka í föðurætt. Við íslendingar getum hvergi verið án þess að þekkja einhvern eða vera skyldir einhverjum. ;-)

Matthías kemur þessa dagana alltaf heim úr leikskólanum með nýjar skrámur á andlitinu. Ástæðan er víst sú að Dísa er farin að taka hann á hestbak og hann heldur að hann megi bara henda sér á bakið á næsta smábarni, til að fara á hestbak. En honum er þá bara hent eða kippt af baki og græðir iðulega skrámur í leiðinni. Svo er pínu skrítið að sjá hann yngstan á deildinni en samt stærri og miklu sterkari en mörg önnur börn. Fóstrurnar eru farnar að segja stundum við hann "du store og stærk islænding, du er skrækkelig". :-)

Arnar var að hringja. Gekk rosalega vel á prófinu og kennarinn var svo ánægður með ritgerðina sem hann hafði skilað (og þurfti sem sagt að ræða um á prófinu) að hún bað um að fá að nota hugmyndina hans. Arnar segjir væntanlega betur frá því á blogginu sínu. Nú er þá bara eitt próf eftir og ég veit að honum á eftir að ganga vel í því.

Núna er að fara í hönd hótelvinnuvika framm yfir næstu helgi, púff. Ein í saumó í gær var að vinna einu sinni á hóteli og talaði um að það væri leiðinlegast vinna sem hún hefði nokkurn tíman unnið (loksins einhver sem skilur mig, snifff ). :-/

Góða helgi.

1 Comments:

  • At 2:26 e.h., Blogger Sólrún said…

    Heyrðu!
    Ég er búin að ræða við manninn og hann bætti úr þessu í morgun. Ertu þá kátur? :-)

     

Skrifa ummæli

<< Home