Vont veður og ofát
Nú er úti veður vont, verður allt að klessu... ekki eigum við nú gott..að fara í dýragarðinn í þessu.
Rokið hér er núna svona mikið að Arnar að tveir aðrir nágrannar fóru út og tóku niður grindverkin svo að þau myndu ekki fjúka. Mér skilst að það sé spáð 30 metrum í kvöld. Þakplötur og tré eru að fjúka og einn maður dáinn hér í Odense. Við ætlum bara að halda okkur alveg inni um helgina.
Byrja átakið hjá okkur með glæsibrag, með því að baka skúffuköku. :oS
Ég meina það jólin eyðilögðu allt sem heitir: að að borða heilsusamlega. Mér finnst að það ætti að taka upp nýja siði og hefðir.
Hér kemur tillaga:
Aðfangadagskvöld- fitusnautt kjöt, óreykt með rjómalausri sósu og mikið af sallati. Jólalegt jarðaberja skyr í möndludeser.
Jóladag- Salat og kanski humar útí (það eru nú jól), bara sleppa deser
Annann í jólum- afganga eða kannski einhver góð grænmetisbuff með fullt af sallati og kannski sýrðum rjóma til hátíðabrigða.
Svo er algjör óþarfi að vera með kökur og tertur það er bara til að hjálpa til við að blása út á manni magann. Hrökkbrauð geta verið mjög hátíðleg ef maður bara setur girnilegt (fitulítið) álegg. Aðalatriðið er að það líti vel út. :o)
Þessi hefð er ekki bara hollari heldur miklu miklu ódýrari en það sem viðgengst núna.
Mmm ég verð nú bara svöng af þessu matartali. Best að fá sér eins og eina sneið af skúffuköku!
Rokið hér er núna svona mikið að Arnar að tveir aðrir nágrannar fóru út og tóku niður grindverkin svo að þau myndu ekki fjúka. Mér skilst að það sé spáð 30 metrum í kvöld. Þakplötur og tré eru að fjúka og einn maður dáinn hér í Odense. Við ætlum bara að halda okkur alveg inni um helgina.
Byrja átakið hjá okkur með glæsibrag, með því að baka skúffuköku. :oS
Ég meina það jólin eyðilögðu allt sem heitir: að að borða heilsusamlega. Mér finnst að það ætti að taka upp nýja siði og hefðir.
Hér kemur tillaga:
Aðfangadagskvöld- fitusnautt kjöt, óreykt með rjómalausri sósu og mikið af sallati. Jólalegt jarðaberja skyr í möndludeser.
Jóladag- Salat og kanski humar útí (það eru nú jól), bara sleppa deser
Annann í jólum- afganga eða kannski einhver góð grænmetisbuff með fullt af sallati og kannski sýrðum rjóma til hátíðabrigða.
Svo er algjör óþarfi að vera með kökur og tertur það er bara til að hjálpa til við að blása út á manni magann. Hrökkbrauð geta verið mjög hátíðleg ef maður bara setur girnilegt (fitulítið) álegg. Aðalatriðið er að það líti vel út. :o)
Þessi hefð er ekki bara hollari heldur miklu miklu ódýrari en það sem viðgengst núna.
Mmm ég verð nú bara svöng af þessu matartali. Best að fá sér eins og eina sneið af skúffuköku!
1 Comments:
At 6:21 e.h.,
Nafnlaus said…
Er ekkert að skána hjá ykkur veðrið? ;-)
Kv Munda
Skrifa ummæli
<< Home