Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Komin!!!

Jæja þá er ég mætt aftur á bloggið.
Og hvað haldið þið... ég sit hérna og sötra Egils appelsín, mmmmm þvílíkur draumur.
Verst bara hvað það er fitandi. Maður er bún að blása út um jólin. Þetta er búin að vera endalaus átveisla í rúma viku og mér líður eins og blöðru sem hefur verið blásin of mikið upp. Núna er bara að taka á sig rögg (segir maður það ekki???) og borða fátt annað en hrökkbrauð og te. Við höfum hvort eð er ekki efni á öðru. Núna taka sultarólarnar að herðast verulega því að sumarfríið sem Arnar átti inni og við erum að lifa á núna fer senn að taka enda og Lín tekur við og þeir eru sko ekki að gera þeim sem hafa verið á vinnumarkaðinum þann greiða að lána strax þá upphæð sem hægt er að lifa á. Neibb námsmenn erum við núna og við skulum lifa þá eins og námsmenn, ekkert múður. Maður hefur svo sem gott af þessu, þ.e.a.s. að lifa spart. Hver hefur svo sem ekki gott af því.
Jamm Stebbi bróðir Arnars kom hingað til okkar í heimsókn á milli jóla og nýárs og gaf okkur ekki bara góðan félagsskap heldur líka mat að borða sem hæfir drottningunni. Sjá hér.
Takk takk takk og aftur takk fyrir okkur. Þetta var besta matarveisla sem ég komist í.

Matthías er alltaf að bæta fleiri og fleiri orðum í safnið sitt og er farinn að segja ótrúlega mikið. Hann meira að segja er farinn að segja "babbi" öðruhverju við Arnar. Hingað til hefur hann bara viljað kalla hann mömmu. Hehe. En svo er hann líka farinn að segja td: Dísa, Marta, borða, bíllinn, bog, húfa, skó og eitthvað pínu meira sem ég man ekki í augnablikinu.
Hann fékk kopp í jólagjöf og hefur verið að máta hann berrassaður öðruhverju og viti menn hann pissaði í hann núna í kvöld. :o) Mér til ómældrar gleði. Nú er bara að vona að áhuginn á koppinum aukist þannig að hægt væri að spá kannski í í sumar jafnvel að venja hann alveg á hann á daginn. En ég þori ekki að vona of mikið, best að taka þessu bara stille og roligt.

Áramótin voru haldin hér með pompi og prakt. Aðalega pompi þó því að ég pompaði niður hálfann stigann hjá okkur, með Matthías í fanginu, sem gerði það að verkum að ég gat ekki stoppað mig og lenti með aðra löppina undir skenknum sem er við endann á stiganum. Núna er sem sagt bakhlutinn á mér eins og "fjólubláa ljósið við barinn", mjög flott.

Við komum í þeim tilgangi, bæði tvö, að setjast á skólabekk. Og í fyrramálið mun ég byrja í dönskukúrs í skóla sem er eins og Fullorðinsfræðslan eða Námsflokkar Reykjavíkur. Þetta er góður kúrs að því leiti að það er mikill lestur og ritun. Og þess vegna gott fyrir mig. En þetta er bara grunnurinn og ég stefni að því að halda áfram með dönskuna næsta vetur.
Þó að ég hafi ákveðið, þegar við ákváðum að fara hingað, að ég skyldi læra. Að þá er þetta samt rosa skrítin tilfinning að vera að byrja á þessu aftur eftir allan þennan tíma. Það eru sko átta og hálft ár síðan ég var í Viðskipta og Tölvuskólanum og ellefu og hálft ár síðan ég var á Skógum.
Það er gott að geta byrjað bara svona á einu fagi og bara einbeitt sér við að koma sér í námsgír. Þetta er nú reyndar samt ekki svooo lítið miðað við að vera bara eitt fag. Ég verð mánud. og föstud. frá kl 8 - 11 og miðvikud. kl. 8 - 10. Sem sagt átta tíma á viku.
Jebbs það er kominn fiðringur í magann svona í bland við smá tilhlökkun.

Sigga Dís til hamingju með afmælið um daginn!

Jæja nú er ég ekki bara spennt heldur líka orðin þreytt. Klukkan er orðin allt of margt. Man ekki eftir fleiru í bili. Tjáá!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home