Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

mánudagur, desember 06, 2004

Hjálp!

Hvað er eiginlega að gerast hér þessari blessuðu fjölskyldu minni? Núna eru Arnar, Dísa og Alexander öll með ælupest. Þvottavélin hefur heldur betur fengið að vinna vinnuna sína eftir að hún komst í lag. Nú er ég bara farin að vona að við sleppum yfir jólin og ég þakka Guði fyrir að vera heimavinnandi. Arnar staulaðis í skólann allur í keng og fékk að fara á bílnum greyjið. Er bara mest hissa að hann skuli vera ennþá þar, það er kominn rúmur klukkutími.
Það var mjög gaman að koma niður í morgun. Fyrsta skiptið sem Alexander ældi í nótt að þá ældi hann í rúmið og helmingurinn fór á vegginn og gólfið. Það er greinilega ekki mjög þétt á milli hæða hér því að það eru stórir taumar á veggnum á neðri hæðinni sem hafa lekið niður úr Alexanders herbergi.
Ef það voru einhverjar köngulær þarna á milli að þá hefur þeim verið skolað út.

Jamm. Ég vil þakka þeim sem "commentuðu" . Mér þykir Svakalega vænt um þetta.
Hvernig er það Munda ertu búin að skila hundinum og endurheimta athygli eiginmannsins?

Núna er mín ástkæra systir nýbyrjuð að blogga. Ég er stolt af þér og sérstaklega ánægð með litinn. :o)

Arnar fór í foreldraviðtalið vegna Dísu og þurfti ekki að minnast einu orði á að hann vildi að hún byrjaði núna komandi haust. Þær (fóstrurnar) byrjuðu viðtalið strax á því að tala um að þeim fyndist hún sko alveg tilbúin. Ég er svo fegin. Var pínu hrædd því að hún er svo mikið fiðrildi, einhvernvegin út um allt stundum. Þær töluð reyndar um að hún léki sér "voldsom" sem sagt harkalega og ætla að reyna að vinna með það hjá henni. Mjög gott.
Hún er loksins farin að tala ekki bara við krakkana á leikskólanum heldur líka fóstrurnar og núna eru þær farnar að heyra að hún nær ekki öllum hljóðum. Við héldum að við hefðum verið búin að segja frá því en svo var nú víst ekki. En alla vega að þá báðu þær um að fá að panta talmeinafræðing fyrir hana tvisvar í viku. Ég er ekkert smá ánægð. Vonandi gagnast þetta henni. Það gekk ekki nógu vel í síðustu talþjálfun og hún virkilega þarf á þessu að halda.
Leikskólinn er sko ekki eins og á Íslandi en hann er ekki verri, bara öðruvísi. Við erum mjög ánægð.

Ekki má gleyma að óska Guðmundi og Heiðrúnu hnuplara til hamingju með þann fjölda ára sem þau hafa náð sér í.

6 Comments:

  • At 2:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vildi bara hrósa þér fyrir "Bloggdugnað" þú færð tvímælalaust "Vefverðlaun Bergljótar" (ef þau verða einhvern tíman veitt). Allavega, mjög gaman að fylgjast með ykkur og sendi baráttu- og "batnaðar" kveðjur til veikindagemsana þinna.

    Kv.
    Beggó

     
  • At 3:49 e.h., Blogger Sólrún said…

    Takk fyrir kærlega, Beggó. Ég er núna á leiðinni að velja mér dress fyrir verðlaunahátíðina. ;o)

     
  • At 4:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    HÆ hæ
    Það er aldeilis að þið hafið fundið fyrir veikindum þarna. :-(
    Var að losna við hundinn, minnið mig á að fá mér EKKI svona kv.....!!! Lofaði að flaðra upp um Ragga þegar hann kemur heim í kvöld. Hlakka ýkt til ;-(

    KV Munda

     
  • At 6:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gubb gubb hjá ykkur, ekki gaman! Gott að Dísa fær tíma hjá talmeinafræðingi, vonandi að kerfið virki hraðar í DK heldur en á Ísl.
    Og takk fyrir jólasönginn Sólrún :)
    Kv.
    Guðrún

     
  • At 11:25 f.h., Blogger Helgi said…

    Addi var iðulega mjög harkalegur sem barn. Man vel eftir því úr barnakólanum. Hvernig hann t.d. fór með blessaða tvíburana. Guð minn almáttugur!

    Say, gubbupestin, er þetta Rota eða Calici heldurðu?

    H.

     
  • At 10:49 f.h., Blogger Sólrún said…

    Jamm takk fyrir það Helgi. Þetta með tvíburana útskýrir ýmislegt...

    Ég reyndi að fletta þessum sjúkdómanöfnum þínum upp. Það var ýmislegt um Rota m.a. útvarpstöð og söngvari en ég fann ekkert sem getur tengst ælupest. Og er ekki Calici veiki sem herjar á dýr? Mér dettur nú bara myndin Outbreak í hug. Ertu nokkuð að reyna að hræða mig Helgi? Böhöhö :o(

     

Skrifa ummæli

<< Home