Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Veikindi

Nú er Alexander kominn með höfuðverk, magapínu og hita. Jamm það var svo sem búið að segja okkur það að við mættum búast við endalausum veikindum í vetur. En ómææ, ég var að vona að við slippum. Það er víst nefnilega þannig hjá mörgum íslendingum sem flytja hingað að öll fjölskyldan liggur mikið í veikindum fyrsta veturinn meðan verið er að venjast loftslaginu eða einhverju álíka (ekki mjög fróð um þetta). Skrítið, aldrei datt mér í hug að munurinn hér og heima gæti verið þannig að maður veiktist af því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home