Raunir hjólreiðamannsins
Góðan dag!
Pylsubrauðin á föstudaginn komu ágætlega út og allir voru sáttir nema Alexander. Hann vill bara fá sömugóðu Bilka pylsubrauðin og venjulega. Skil það svo sem alveg, þessi heimabökuðu eru ekki eins létt í sér og Bilkabrauðin. Ég prufaði að baka líka hamborgarabrauð á laugardaginn og þvílíkt sælgæti. Umm namm! Við sneiddum kjúklingabringu og létum liggja í nokkra klukkutíma í sojasósu. Svo var það steikt á grillpönnunni, og það og heimagerð hvítlauksdressing og púrrul. og grænmeti skellt í brauðin. Þetta verður gert aftur það er alveg á hreinu.
Ég var að vinna þessa helgi og var svo dugleg að hjóla þangað í gær. Arnar getur sennilega ekki lagað mitt hjól með hlutum úr sínu hjóli, það er víst meiriháttar mál. Þannig að ég fór á hans hjóli (sem var búið að laga með því að setja dekk af mínu hjóli). Þvílíkur skrjóður hahaha. Það er einn riðklumpur með laus handföng og rifið sæti, svo ískrar alltaf í því og á leiðinni heim þurfti ég að koma við í búð og þá fór að braka líka í því. Sko mitt var lélegt en...
Þrátt fyrir að vera orðin klárari að hjóla en ég var í upphvafi dvalar minnar hér að þá er ég samt greinilega ekki alveg búin að ná hinum normal dana í þeim efnum.
Á leiðinni í vinnuna, á aðalgötunni sem ég er á megnið af leiðinni, birtist fyrst gömul kona, með grátt hár og pínu hokin, fyrir framan mig. Svo fljótlega birtist gamall maður líka beint fyrir framan mig.
Mér fannst nú ekki hægt að láta þessi tvö vera svona rétt á undan mér, ungri konunni. Þannig að ég gaf í og náði að taka framm úr manninum og þá var bara að ná gömlu konunni. En hún fór bara skrambi hratt. Ókei ég næ henni bara á ljósunum, hugsaði ég. En nei nei þegar ég var að hægja á mér við ljósin kom grænt og hún brunaði af stað. Ég gat nú ekki látið þetta ganga yfir mig og hugsaði með mér að ná henni þá bara á næstu ljósum. En nei hún fór yfir á grænu en það kom mátulega rautt á mig. Þá náði gamli maðurinn mér. Svo tók ég aftur fram úr honum og ætlaði að gera aðra tilraun til að ná gömlu konunni en þá beygði hún af leið. Ég náði þó að halda gamla manninum fyrir aftan mig eftir það.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér leið á fjallahjóli (sem ískraði í ) með reiðhjólahjálm (hjálmar eru lítið notaðir hér), skærgrænar eyrnahlífar og svona frekar hallærisleg, að rembast við að vera á undan (tveimum a.m.k. tvöfalt eldri en ég). Og svo hin tvö gömul, virðulega klædd á svona flottu gamaldags hjóli.
Þetta er nú eiginlega baaara fyndið.
Pylsubrauðin á föstudaginn komu ágætlega út og allir voru sáttir nema Alexander. Hann vill bara fá sömugóðu Bilka pylsubrauðin og venjulega. Skil það svo sem alveg, þessi heimabökuðu eru ekki eins létt í sér og Bilkabrauðin. Ég prufaði að baka líka hamborgarabrauð á laugardaginn og þvílíkt sælgæti. Umm namm! Við sneiddum kjúklingabringu og létum liggja í nokkra klukkutíma í sojasósu. Svo var það steikt á grillpönnunni, og það og heimagerð hvítlauksdressing og púrrul. og grænmeti skellt í brauðin. Þetta verður gert aftur það er alveg á hreinu.
Ég var að vinna þessa helgi og var svo dugleg að hjóla þangað í gær. Arnar getur sennilega ekki lagað mitt hjól með hlutum úr sínu hjóli, það er víst meiriháttar mál. Þannig að ég fór á hans hjóli (sem var búið að laga með því að setja dekk af mínu hjóli). Þvílíkur skrjóður hahaha. Það er einn riðklumpur með laus handföng og rifið sæti, svo ískrar alltaf í því og á leiðinni heim þurfti ég að koma við í búð og þá fór að braka líka í því. Sko mitt var lélegt en...
Þrátt fyrir að vera orðin klárari að hjóla en ég var í upphvafi dvalar minnar hér að þá er ég samt greinilega ekki alveg búin að ná hinum normal dana í þeim efnum.
Á leiðinni í vinnuna, á aðalgötunni sem ég er á megnið af leiðinni, birtist fyrst gömul kona, með grátt hár og pínu hokin, fyrir framan mig. Svo fljótlega birtist gamall maður líka beint fyrir framan mig.
Mér fannst nú ekki hægt að láta þessi tvö vera svona rétt á undan mér, ungri konunni. Þannig að ég gaf í og náði að taka framm úr manninum og þá var bara að ná gömlu konunni. En hún fór bara skrambi hratt. Ókei ég næ henni bara á ljósunum, hugsaði ég. En nei nei þegar ég var að hægja á mér við ljósin kom grænt og hún brunaði af stað. Ég gat nú ekki látið þetta ganga yfir mig og hugsaði með mér að ná henni þá bara á næstu ljósum. En nei hún fór yfir á grænu en það kom mátulega rautt á mig. Þá náði gamli maðurinn mér. Svo tók ég aftur fram úr honum og ætlaði að gera aðra tilraun til að ná gömlu konunni en þá beygði hún af leið. Ég náði þó að halda gamla manninum fyrir aftan mig eftir það.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mér leið á fjallahjóli (sem ískraði í ) með reiðhjólahjálm (hjálmar eru lítið notaðir hér), skærgrænar eyrnahlífar og svona frekar hallærisleg, að rembast við að vera á undan (tveimum a.m.k. tvöfalt eldri en ég). Og svo hin tvö gömul, virðulega klædd á svona flottu gamaldags hjóli.
Þetta er nú eiginlega baaara fyndið.
4 Comments:
At 3:29 e.h.,
Sara said…
Hehehe ég sé þetta alveg fyrir mér :)
At 9:55 e.h.,
Nafnlaus said…
ohhhoooo ég vildi að ég hefði verið þarna. LOL!!!
Munda
At 9:51 e.h.,
Sólrún said…
Já hugsið ykkur, þetta var efni í gamanmynd
Og þetta upplifir Arnar á hverjum degi. Hí hí :oþ
At 11:27 f.h.,
Arnar Thor said…
Heyrðu Sólrún við ætluðum ekki að ræða þetta opinberlega. Hvað heldurðu að svona umtal geri fyrir forsetakosningarnar þegar ég loksins býð mig fram? Ætlar þú kannski bara vera heima þegar ég stend í baráttunni á fundi á Borðeyri eftir 8 ár.
Skrifa ummæli
<< Home