Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

fimmtudagur, desember 02, 2004

Hátíð í bæ

Annar desember í dag. Þ.e.a.s. 2. des. ekki bara einhver annar des. phuahaha
Við erum búin að skreyta að íslendinga sið með því að setja julestage og jólagardínur ásamt smáhlutum út í glugga, krans á útidyrahurðina og seríu á Sýprusinn sem Arnar gaf mér (GleðiÞvíBíllinnerKominn gjöf eða eitthvað solleðis).
Jamm og nú erum við langjólalegust í hverfinu held ég. Hér þarf ekki að setja seríu á allt húsið og jólafígúrur í garðinn til að ná því. Hahaha.
Það snjóaði í nótt þannig að allt var svona grátt eða næstum hvítt úti í morgun. En það er bara búið að rigna í dag og þar með fór jólasnjórinn.

Fyrsta sunnudag í aðventu fórum við (allir nema Arnar, hann var lasinn) með leikskólanum út í skóg. Þar beið jólatré skreytt með hunangshjörtum. Það var aðeins dansað í kringum tréð. Og svo söfnuðust börnin í einn hnapp og kölluðu "julemand, julemand" þangað til að jólasveinn birtist með poka á bakinu. Dísa fattaði nú alveg að þetta væri ekki alvöru sveinn því að það sást í bandið sem hélt skegginu. Ég útskýrði fyrir henni að jólasveinninn hefði örugglega ekki komist og fundist það svo leiðinlegt og þess vegna sent annan gervisvein í staðinn.
Börnin fengu poka með góðgæti í og fullorðnir snapsa (hvað annað, það er áfengi í þessu og ekki dugar að bjóða upp á bjór á svona hátíðlegri stundu). Mér var reyndar ekki boðið og vissi ekki hvort ég átti að vera glöð eða móðguð.
Jæja svo var farið í salinn útí Skt. Klemens skóla og föndraðar kertaskreytingar. Drukkið glögg og saftevand og borðaðar smákökur og æbleskiver m. flórsykri og/eða sultu.
Þar voru spillemænder. Sem sagt tveir menn að spila og syngja. Það var verulega skemmtilegt og í lokin söfnuðust krakkarnir (og fullorðnir) í kringum þá og sungu jólalög og fóru í svona söngvaleiki eins og td Framm framm fylking. Dísa og Matthías komu líka fram í hóp (ekki sama hópnum þó) og sungu jólalag. Dísu hópur kom fram í hvítum kirtlum með glitrandi englabaug og kerti. Svaka sport. Hehe mér sýndist nú enginn strákur vera með í hópnum hennar Dísu. Heyrði að a.m.k. einum þótti þetta ekki vera fyrir stráka að koma svona fram í kjól.

Við létum verða af því núna í fyrradag að kaupa borð í stofuna. Okkur langaði ekki að vera borðlaus um jólin. Auðvitað var það keypt í Ikea, hvar annars staðar. Þetta fæst ekkert ódýrara annars staðar, ekki einu sinni notað ( nema það sé varla nothæft). Jamm við erum sem sagt orðin stoltir eigendur að stofuborði sem er meira að segja í stíl við kommóðurnar sem við keyptum í sumar. :o)

Á eftir förum við á foreldrafund í leikskólanum til að ræða hvort Dísa verði ekki látin byrja í skóla næsta haust. Það er nefnilega þannig hér að það byrja ekki öll börn sex ára, sum byrja sjö ára í skóla. Ég æta að mæla eindregið með því að hún byrji strax því ég held að það muni gera henni gott. Svo að ég tali nú ekki um að þá verður hún ekki sett í bekk á eftir þegar við komum aftur til Íslands. Ég vil ekki eiga hættu á því. Veit svo sem ekki hvernig þetta virkar.

Endilega skrifið nú eitthvað í Comment. Mig langar svo að heyra/sjá frá ykkur.
Jólaskapskveðja. Hohoho!

3 Comments:

  • At 4:47 e.h., Blogger Helgi said…

    Linkurinn á borðið virkaði ekki. Skítt með það! Ábyggilega flott.
    Gaman að lesa bloggið þitt, Sólrún. Virðist sem þið öll séuð að komast allvel inn í danska samfélagið. Óttast þó að þið verðið fyllibyttur ef þið búið þarna of lengi!

    Kveðja,

    Helgi Þór.

     
  • At 7:57 e.h., Blogger Sara said…

    Munda á örugglega eftir að kvarta undan "úglenskunni" á síðunni þinni hehehe ;o)

     
  • At 8:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ hæ
    Hvað úglenska er þetta orðið á öllum bloggsíðum???
    Annars er gott að frétta héðan. Erum líka búin að skreyta smá og erum EKKI jólalegasta húsið í hverfinu :-( og náum því mjög líklega ekki.
    Erum núna að passa lítinn hund og krökkunum finnst það FREKAR gaman, held að Ragga finnist það líka gaman. Allavega gleymdi hann að kveðja mig og börnin áðan þegar hann fór í kvöldvinnuna sína, kvaddi bara hundinn!! :-S Veit ekki hvað maður á að halda?
    Kveðja frá okkur, Munda og co

     

Skrifa ummæli

<< Home