Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

laugardagur, desember 11, 2004

Danskar strípur

Núna hrjáir mig pínu samviskubit. Fór í gær og klippingu og strípur. Úff allt of dýrt fyrir fólk á námsláni. Reyndar bara svipað samt og á Íslandi. Ég er ekki ánægð með útkomuna. Klippingin er jú fín enda var ég klippt bara nákvæmlega eins og ég bað um. Eeeen strípurnar ónei ekki alveg sátt þar. Það er ekki eins og að ég hafi farið í strípur í gær heldur frekar fyrir a.m.k. mánuði. Sem betur fer eru ekki skörp skil en ánægð er ég ekki. Ég sá líka hvernig stelpurnar ( 2 nemar) gerðu þetta, þær settu burstann í hárið í meters fjarlægð frá hársrótinni. Þegar ég fór eitthvað að kvarta yfir þessu, fékk ég að vita það að það væri vont fyrir húðina að snerta strípuefnið og það var ekkert hlustað meira á röflið í kerlingunni í stólnum. Ef einhver er að fara að hitta Ingibjörgu, bestu hárgreiðslukonu í heimi, endilega skila því til hennar að hún verði að koma hér eftir til Odense ca tvisvar til þrisvar á ári með græjur með sér. Ég veit líka að það er fullt af öðrum íslendingum sem myndu frekar vilja láta hana eiga við hárið á sér heldur en ýkta danska hárgreiðslunema.

Arnar tók sér pásu frá verkefnabrasi og fór ásamt fleirum á spurningakeppni. Keppnin var á milli tveggja liða skipuð námsmönnum annars vegar frá háskólanum og hins vegar frá tækniskólanum. Varð víst ansi mjótt á munum en háskólinn fór með sigur að lokum. Kom svo minn elskulegi eiginmaður heim með Nóakropp og færði konunni sinni, henni til ómældrar gleði. :o)

Ég var að lesa það á blogginu hennar Rúnu að mamma og pabbi munu flytja í dag. Maður fær nú bara skrýtna tilfinningu í magan við tilhugsunina. Þetta er að verða eitthvað svo endanlegt, frágengið. Nú er "Fjarðarásinn" (eins og alltaf var bara sagt þegar maður talaði um heimili m+p) að verða bara fortíð. Æskuheimili mitt að fara í hendur annarra. Snökt snökt. En það bíða líka góð ár annars staðar, svo maður horfi nú á björtu hliðarnar.

Nú er Dísa greyjið komin með niðurgang eftir að hafa verið sæmilega frísk í ca 3 daga. :o(

1 Comments:

  • At 10:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvernig var með þessi vefverðlaun Bergljótar, hvarf bloggáhuginn við það að fá þau??

    kv
    Beggó

     

Skrifa ummæli

<< Home