Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

mánudagur, desember 20, 2004

Jamm ég hef ekki alveg verið að standa mig í blogginu eftir vefverðlaunaafhendinguna. En ég geri auðvitað mitt besta núna til að bæta það.

Það hefur verið nóg að gera. Það er alveg ljóst að það að vera "bara" húsmóðir er mjög tímafrekt starf það vantar oft fleiri tíma í sólarhringinn.

Tengdó komu til okkar á miðvikudaginn síðasta og gistu tvær nætur. Eins og síðast var það bara ég sem fékk almennilega að njóta þess að vera með þeim. Við fórum á bæjarrölt með auðvitað tilheyrandi ölstoppi. Verulega skemmtilegt. Svo er von á Stebba bróður Arnars á milli jóla og nýárs.

Nú er Alexander kominn í frí úr skólanum og er með spenninginn alveg í hámarki vegna jólanna.

Á laugardaginn fór ég og tvær aðrar íslenskar stúlkur á julefrokost heima hjá yfirmanninum.
Það var verulega skemmtilegt. Vel var veitt af víni og góður matur. Fengum naut(alund) með öllu tilheyrandi og svo ris a la mand í eftirrétt. 'I því átti að vera ein heil mandla en hún fannst svo ekki. Svo var dreift á alla kassi fullur af Guld karamellum.
SVo voru tveir þarna sem spiluðu á gítar og fiðlu nokkur lög. Voða flott.
Svo var haldið niður í bæ. Á bar sem heitir Ryans og bendir til þess að hann sé írskur. Það getur líka vel passað því að það var ekki hægt að fá hvaða skot sem var og ekki kokteila. Enda dettur manni ekki í hug íri og kokteill á sama tíma. En hvað um það, það var svaka stuð.

Jæja jólatréð var sett upp í gær og Alexander er að springa af spenningi yfir að fá að skreyta. Þannig að núna verð ég að hætta.

Ég reyni að blogga alla vega einu sinni í viðbót fyrir jól.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home