Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Göngutúr

Í dag er búið að vera hið fínasta veður. Pínu kalt en að öðru leiti hið besta göngu veður. Við Arnar nýttum okkur það og fórum gangandi í bankann sem er í næsta hverfi (við höfum ekki hjól núna, vantar ný :o( ). Þetta var svo frískandi og skemmtilegt að við ætlum aftur í göngu á morgun.
Alexander bíður og bíður eftir að fá að byrja í sínum hverfisskóla. Honum líður ekki vel þar sem hann er núna. Honum virðist vera mikið strítt af hinum íslensku krökkunum sem eru með honum í bekk og ekki hjálpar það að hann kann alls ekki að taka stríðni. En vonandi verður honum vel tekið á nýja staðnum.

Jæja, ég hef eiginlega alls ekki tíma til að hangsa þetta. Þarf að fara að lesa söguna um hann Ejnar og kaflaskipta henni fyrir morgundaginn.
Sjáumst!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home