Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, desember 09, 2005

Oplæg

Það vantar orð á íslensku yfir "oplæg" og "fremlægge". Eða er ég bara ekki að muna hvað maður segir...?
Ooooo jæja!


Í skólanum við erum búin að vera að vinna að að stofna fyrirtæki. Áttum að finna góða hugmynd að gróðavænlegu fyrirtæki og koma með drög að fjármálahliðinni, markaðssetningu og auðvitað hvernig varan ætti að vera.
Við völdum að láta framleiða fyrir okkur uppblásanlegt tjald.
Svo áttum við að skipta verkefnum með okkur. Sem sagt ákveða hver yrði markaðsstjóri, hver væri fjármálastjóri, hver ætti að teikna tjaldið o.s. frv.
Hvað haldiði svo... ég var sett í að sjá um fjármálahliðina...ÉG AF ÖLLUM!
Sem betur fer höfðum við bara viku og þess vegna ekki hægt að fara djúpt í þetta. Heldur bara farið eftir verði á hinum og þessum hlutum sem maður gat fundið á netinu og kostnaður mjöööög gróflega áætlaður.
Mesta furða hvað þetta kom svo bara ágætlega út. Svo gat ég meira að segja búið til eitt stk. bækling líka.

Í morgun vorum við svo með Powerpoint sýningu og sögðum frá okkar hugmyndum.
Ég komst lifandi í gegn um það.
Svo afhentum við allt saman á pappír til kennarans og fáum einkunn og umsögn (vonandi sem fyrst).

Fyrrv. tengdó koma til Arnars um helgina og börnin fá að hitta þau á sunnudaginn. Þau hlakka ofsalega til. Það verður gott fyrir þau að fá að hitta þau.

Jæja pizza og Disney í kvöld. Nenni ekki að búa hana til, heldur sá Nettó um það fyrir mig í þetta skiptið.

Góða helgi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home