Aðventa
Þessi helgi er bara róleg. Fórum reyndar í heimsókn á föstudaginn til Stig vinar okkar og stelpnanna hans og horfðum á Disneystundina og borðuðum pizzu og bjuggum til konfekt.
Í gær fórum við niður á torg (Flakhaven) og sáum þegar kveikt var á jólatrénu og fengum nammi í poka frá jólasveininum og heitar eplaskífur hjá Lions klúbbnum sem var með slíkt til sölu.
Í dag höfum við það rólegt Dísa fékk Louise vinkonu sína í heimsókn og er svo núna hjá henni. Alexander er með íslenskum vinum hér og Matthías talar um "subbemen og
sjoggola" (Súperman og súkkulaði) milli þess ad kubba hús og horfa á sjónvarpið. Ég ætla að reyna að gera eitthvað af viti. Eins og td að pakka inn þeim gjöfum sem eiga að sendast til Íslands.
----------------------------------------------
Matthías rúsína.
Þarna er hann að horfa á Súperman mynd í sjónvarpinu með Súperman skikkju (eldhúshandklæði).
Svo hleypur hann öðruhverju um og hoppar, þá er hann að fljúga eins og Súperman.
-----------------------------------------------
Ég óska ykkur góðrar aðventu og stresslausum desember. Ég ætla að reyna að hafa það þannig.
Neita því ekki að einmannaleikinn grípur mann stundum en maður á að njóta þess sem maður þó hefur.
Í gær fórum við niður á torg (Flakhaven) og sáum þegar kveikt var á jólatrénu og fengum nammi í poka frá jólasveininum og heitar eplaskífur hjá Lions klúbbnum sem var með slíkt til sölu.

sjoggola" (Súperman og súkkulaði) milli þess ad kubba hús og horfa á sjónvarpið. Ég ætla að reyna að gera eitthvað af viti. Eins og td að pakka inn þeim gjöfum sem eiga að sendast til Íslands.
----------------------------------------------
Matthías rúsína.
Þarna er hann að horfa á Súperman mynd í sjónvarpinu með Súperman skikkju (eldhúshandklæði).
Svo hleypur hann öðruhverju um og hoppar, þá er hann að fljúga eins og Súperman.
-----------------------------------------------
Ég óska ykkur góðrar aðventu og stresslausum desember. Ég ætla að reyna að hafa það þannig.
Neita því ekki að einmannaleikinn grípur mann stundum en maður á að njóta þess sem maður þó hefur.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home