Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Skór og hamstur

Fórum í gær að kaupa kuldaskó á tvær eldri elskurnar. Þar með fóru jólagjafirnar ykkar!
Það ætti einhver að setjast niður og semja við veðurguðina um að hafa alltaf hlýtt, þá þyrfti maður ekki að kaupa svona mikið af fatnaði.


Dísu fannst stígvélin (kuldastígvélin- skvísustígvél) svo flott að hún dró buxnaskálmarnar upp svo það sæist nú almennilega í stígvélin. Og vill fá að fara í kjól eða pilsi í skólann. :)


Nú er Alexander orðin þreittur á hamstrinum.
"Langar eiginlega frekar í fiska. Er ekki bara hægt að skila honum?"
Ég reyndi að útskýra fyrir honum að það væri ekki bara hægt að skila lifandi dýri því maður væri þreittur á honum.
Þetta væri eins og þegar maður kaupir kexpakka. Maður getur ekki skilað kexinu þegar maður er búinn að opna pakkann.
"En maður opnar ekki hamsturinn!"...............................Þar fór sú samlíking.

1 Comments:

  • At 2:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já en hvað ef kexið væri vont þá.....
    þau eru óborganleg og ef maður ætti á bók alla þá visku sem þau hafa látið frá sér fara yrði það án efa metsölubók. Og Dísa til hamingju með nýju stígvélin og Alexander auðvitað líka.

     

Skrifa ummæli

<< Home