Fimm helgar í jólin...
...var ég að heyra.
Jamm og ég var að fatta að ég er ekki búin að kveikja á einu einasta jólalagi. Er venjulega farin að klægja í eyrun í október eftir jólalögum.
Spurning hvort að veðrið hér eigi þátt í þessu. Það hefur verið með eindæmum hlýtt og gott miðað við árstíma.
Reyndar er maður farin að sjá eitt og eitt jóladót í gluggum hjá fólki.
Þessa helgi er barasta ekkert planað, ótrúlegt en satt. Nema jú Dísa og Alexander fara í afmæli í dag og á morgun. Ég var hinsvegar að spá í að nota tíman í að baka jóla eitthvað. Er byrjuð á bestu smákökum í heimi. Súkkulaðibitasmákökunum hennar mömmu.
Fjúff! Ég á eftir að bæta nokkrum kílóum á mig yfir jólin.
Jamm og ég var að fatta að ég er ekki búin að kveikja á einu einasta jólalagi. Er venjulega farin að klægja í eyrun í október eftir jólalögum.
Spurning hvort að veðrið hér eigi þátt í þessu. Það hefur verið með eindæmum hlýtt og gott miðað við árstíma.
Reyndar er maður farin að sjá eitt og eitt jóladót í gluggum hjá fólki.
Þessa helgi er barasta ekkert planað, ótrúlegt en satt. Nema jú Dísa og Alexander fara í afmæli í dag og á morgun. Ég var hinsvegar að spá í að nota tíman í að baka jóla eitthvað. Er byrjuð á bestu smákökum í heimi. Súkkulaðibitasmákökunum hennar mömmu.
Fjúff! Ég á eftir að bæta nokkrum kílóum á mig yfir jólin.
1 Comments:
At 6:36 e.h.,
Nafnlaus said…
hahaha...Við Heiðrún vorum einmitt í gær (laugard.) að tala um hvort ég ætti ekki að fara að baka fyrir jólin og þá vildi hún endilega að ég byrjaði á súkkulaðibitakökunum hennar ömmu Rúnu.
Skrifa ummæli
<< Home