Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

mánudagur, desember 05, 2005

Frystir

Frystirinn minn bilaði.... eða það hélt ég. Allt ofan í er ónýtt. Já og ekki bara ónýtt heldur farið að lykta hroðalega og smá hiti kominn. Það var álíka góður hiti ofan í kistunni á góðum haustdegi hér í danaveldi.
Tryggingafélagið sagði mér að hringja og finna út hvað gæti verið að, uppá hvort ég fengi kistuna bætta.
Ég hringdi og viðgerðarmaðurinn sagði mér að prufa að skipta um millistikki. Og viti menn það virkaði. Frystirinn er í lagi. Ótrúlegt!
Ég fann fyrir létti og pirringi samtímis.
Svaka fegin að þurfa ekki að fara að standa í veseni með að kaupa nýjan og rukka tryggingarnar og allt það en samtímis pirruð útí millistykkið fyrir að skemma matinn minn og jólabaksturinn.
Ég virðist þó eiga að fá allt bætt sem skemmdist.

Börnin mín eru búin að vera að skiptast á að vera lasin.
Matthías og ég í síðustu viku. Dísa um helgina og Alexander í dag. Svaka gubbupest í gangi.

Hér rignir bara og rignir. Hmmm.. þá er ég nú hrifnari af frostinu. Það er svona jólalegra.

Við erum orðin þjú íslensk í bekknum mínum. Frekar skrítið. Fór ég ekki til Danmerkur??? Er ég kannski ennþá á Íslandi??? Allavega er svo mikið af íslendingum í kringum mann að ég velti þessu stundum fyrir mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home