fimmtudagur, desember 29, 2005
sunnudagur, desember 25, 2005
Var að rekast á þetta
ég er hestur
endilega segið mér hvað þið eruð.

What Is Your Animal Personality?
brought to you by Quizilla
endilega segið mér hvað þið eruð.

What Is Your Animal Personality?
brought to you by Quizilla
Meira um jólin
Sæl öll.
Takk Takk Takk...
fyrir allar gjafirnar, stórar og smáar. Allar voru svo flottar og við erum barasta í skýjunum.
Í gær borðuðum við hið hefðbundna hangikjöt með kartöflumús, grænum Ora, laufabrauði og rauðkáli. Og svo auðvitað Egils jólablandi...mmmmm... það er svo gott.
Ég sé bara kílóin hrannast utan á mig og ég óttast að ég muni ekki geta staðið upp eftir jól.
Svo ég tali áfram um mat og át.
Í hádeginu í dag borðuðum við dýrindis andarbringur með öllu tilheyrandi...og auðvitað jólabland.
Svo var kaffi í boði mömmu. Því að hún kom með kökur með sér þegar hún kom í heimsókn. En svo gerði ég súkkulaðikakó. Og nú erum við afvelta og ég held að ég komi engu niður meir fyrr en við borðum kalkúninn á gamlárs. Eða jú kannski smá súkkulaði. ;o)
Jæja, kveð í bili ...
Takk Takk Takk...
fyrir allar gjafirnar, stórar og smáar. Allar voru svo flottar og við erum barasta í skýjunum.
Í gær borðuðum við hið hefðbundna hangikjöt með kartöflumús, grænum Ora, laufabrauði og rauðkáli. Og svo auðvitað Egils jólablandi...mmmmm... það er svo gott.
Ég sé bara kílóin hrannast utan á mig og ég óttast að ég muni ekki geta staðið upp eftir jól.
Svo ég tali áfram um mat og át.
Í hádeginu í dag borðuðum við dýrindis andarbringur með öllu tilheyrandi...og auðvitað jólabland.
Svo var kaffi í boði mömmu. Því að hún kom með kökur með sér þegar hún kom í heimsókn. En svo gerði ég súkkulaðikakó. Og nú erum við afvelta og ég held að ég komi engu niður meir fyrr en við borðum kalkúninn á gamlárs. Eða jú kannski smá súkkulaði. ;o)
Jæja, kveð í bili ...
laugardagur, desember 24, 2005
Arnar var að senda mér þennann :oD
Smellið á þetta og hlustið
http://www.barry.fireflyinternet.co.uk/JackSchitt/Jack_Schit.htm
http://www.barry.fireflyinternet.co.uk/JackSchitt/Jack_Schit.htm
föstudagur, desember 23, 2005
Jól
Ótrúlegt en satt.
Jólin bara eftir nokkra klukkutíma.
Við skreyttum jólatréð núna í vikunni og erum búin að setja smá skraut hér og þar.
Krakkarnir sáu alveg um skrautið á trénu og er það þá alveg eftir þeirra "smag og behag". :o)
Þau nutu sín í botn. Við hlustuðum á Svanhildi Jakobs og sungum með.
Fyrir ca 2 vikum síðan bökuðum við saman piparkökur og skreyttum.
Krökkunum finnst svo gaman að jólast.
Ég er agalega tóm eitthvað núna og veit annars ekkert hvað ég á að skrifa. Hlakka bara til að fá að sofa út og slaka á.
Hér fyrir neðan eru myndir en þær fóru reyndar í eitthvað skrítinni röð. Býst þó við að þið getið ráðið úr þessu.
Ég vil óska öllum verulega góðra jóla og hoppið varlega inn í nýja árið.
Knús og kossar
Sólrún
Jólin bara eftir nokkra klukkutíma.
Við skreyttum jólatréð núna í vikunni og erum búin að setja smá skraut hér og þar.
Krakkarnir sáu alveg um skrautið á trénu og er það þá alveg eftir þeirra "smag og behag". :o)
Þau nutu sín í botn. Við hlustuðum á Svanhildi Jakobs og sungum með.
Fyrir ca 2 vikum síðan bökuðum við saman piparkökur og skreyttum.
Krökkunum finnst svo gaman að jólast.
Ég er agalega tóm eitthvað núna og veit annars ekkert hvað ég á að skrifa. Hlakka bara til að fá að sofa út og slaka á.
Hér fyrir neðan eru myndir en þær fóru reyndar í eitthvað skrítinni röð. Býst þó við að þið getið ráðið úr þessu.
Ég vil óska öllum verulega góðra jóla og hoppið varlega inn í nýja árið.
Knús og kossar
Sólrún
fimmtudagur, desember 15, 2005
Bara eldsnøggt...
Er i skolanum og påsan buin en ætla ad skjota inn nokkrum ordum.
Fyrrv. tengdo komu til Arnars sidustu helgi. sottu svo mig og krakkana å sunnudeginum og vid huggudum okkur nidrí bæ. Svo komu tau å månudeginum i mat til okkar. Gott ad hitta tau eins og alltaf. :o)
Å morgun er fri i skolanum og tvi fer eg seinnipartinn i dag til Køben og hitti tar mømmu, Åsrúnu og Heidrúnu. Vid munum gista tar i tvær nætur og fara m.a. i Tivoli. Hlakka ekkert litid til. Svo å laugardaginn keyrum vid hingad til Odense. En allt oåkvedid hvad verdur gert held eg. Bara eitthvad afslappad.
Er nuna i informationsteknologi. Veit nu ekki alveeg hvad tad snyst um en tad er eitthvad samb. vid fyrirtæki.
Verd ad fara.
Goda helgi.
Fyrrv. tengdo komu til Arnars sidustu helgi. sottu svo mig og krakkana å sunnudeginum og vid huggudum okkur nidrí bæ. Svo komu tau å månudeginum i mat til okkar. Gott ad hitta tau eins og alltaf. :o)
Å morgun er fri i skolanum og tvi fer eg seinnipartinn i dag til Køben og hitti tar mømmu, Åsrúnu og Heidrúnu. Vid munum gista tar i tvær nætur og fara m.a. i Tivoli. Hlakka ekkert litid til. Svo å laugardaginn keyrum vid hingad til Odense. En allt oåkvedid hvad verdur gert held eg. Bara eitthvad afslappad.
Er nuna i informationsteknologi. Veit nu ekki alveeg hvad tad snyst um en tad er eitthvad samb. vid fyrirtæki.
Verd ad fara.
Goda helgi.
föstudagur, desember 09, 2005
Oplæg
Það vantar orð á íslensku yfir "oplæg" og "fremlægge". Eða er ég bara ekki að muna hvað maður segir...?
Ooooo jæja!
Í skólanum við erum búin að vera að vinna að að stofna fyrirtæki. Áttum að finna góða hugmynd að gróðavænlegu fyrirtæki og koma með drög að fjármálahliðinni, markaðssetningu og auðvitað hvernig varan ætti að vera.
Við völdum að láta framleiða fyrir okkur uppblásanlegt tjald.
Svo áttum við að skipta verkefnum með okkur. Sem sagt ákveða hver yrði markaðsstjóri, hver væri fjármálastjóri, hver ætti að teikna tjaldið o.s. frv.
Hvað haldiði svo... ég var sett í að sjá um fjármálahliðina...ÉG AF ÖLLUM!
Sem betur fer höfðum við bara viku og þess vegna ekki hægt að fara djúpt í þetta. Heldur bara farið eftir verði á hinum og þessum hlutum sem maður gat fundið á netinu og kostnaður mjöööög gróflega áætlaður.
Mesta furða hvað þetta kom svo bara ágætlega út. Svo gat ég meira að segja búið til eitt stk. bækling líka.
Í morgun vorum við svo með Powerpoint sýningu og sögðum frá okkar hugmyndum.
Ég komst lifandi í gegn um það.
Svo afhentum við allt saman á pappír til kennarans og fáum einkunn og umsögn (vonandi sem fyrst).
Fyrrv. tengdó koma til Arnars um helgina og börnin fá að hitta þau á sunnudaginn. Þau hlakka ofsalega til. Það verður gott fyrir þau að fá að hitta þau.
Jæja pizza og Disney í kvöld. Nenni ekki að búa hana til, heldur sá Nettó um það fyrir mig í þetta skiptið.
Góða helgi!
Ooooo jæja!
Í skólanum við erum búin að vera að vinna að að stofna fyrirtæki. Áttum að finna góða hugmynd að gróðavænlegu fyrirtæki og koma með drög að fjármálahliðinni, markaðssetningu og auðvitað hvernig varan ætti að vera.
Við völdum að láta framleiða fyrir okkur uppblásanlegt tjald.
Svo áttum við að skipta verkefnum með okkur. Sem sagt ákveða hver yrði markaðsstjóri, hver væri fjármálastjóri, hver ætti að teikna tjaldið o.s. frv.
Hvað haldiði svo... ég var sett í að sjá um fjármálahliðina...ÉG AF ÖLLUM!
Sem betur fer höfðum við bara viku og þess vegna ekki hægt að fara djúpt í þetta. Heldur bara farið eftir verði á hinum og þessum hlutum sem maður gat fundið á netinu og kostnaður mjöööög gróflega áætlaður.
Mesta furða hvað þetta kom svo bara ágætlega út. Svo gat ég meira að segja búið til eitt stk. bækling líka.
Í morgun vorum við svo með Powerpoint sýningu og sögðum frá okkar hugmyndum.
Ég komst lifandi í gegn um það.
Svo afhentum við allt saman á pappír til kennarans og fáum einkunn og umsögn (vonandi sem fyrst).
Fyrrv. tengdó koma til Arnars um helgina og börnin fá að hitta þau á sunnudaginn. Þau hlakka ofsalega til. Það verður gott fyrir þau að fá að hitta þau.
Jæja pizza og Disney í kvöld. Nenni ekki að búa hana til, heldur sá Nettó um það fyrir mig í þetta skiptið.
Góða helgi!
mánudagur, desember 05, 2005
Frystir
Frystirinn minn bilaði.... eða það hélt ég. Allt ofan í er ónýtt. Já og ekki bara ónýtt heldur farið að lykta hroðalega og smá hiti kominn. Það var álíka góður hiti ofan í kistunni á góðum haustdegi hér í danaveldi.
Tryggingafélagið sagði mér að hringja og finna út hvað gæti verið að, uppá hvort ég fengi kistuna bætta.
Ég hringdi og viðgerðarmaðurinn sagði mér að prufa að skipta um millistikki. Og viti menn það virkaði. Frystirinn er í lagi. Ótrúlegt!
Ég fann fyrir létti og pirringi samtímis.
Svaka fegin að þurfa ekki að fara að standa í veseni með að kaupa nýjan og rukka tryggingarnar og allt það en samtímis pirruð útí millistykkið fyrir að skemma matinn minn og jólabaksturinn.
Ég virðist þó eiga að fá allt bætt sem skemmdist.
Börnin mín eru búin að vera að skiptast á að vera lasin.
Matthías og ég í síðustu viku. Dísa um helgina og Alexander í dag. Svaka gubbupest í gangi.
Hér rignir bara og rignir. Hmmm.. þá er ég nú hrifnari af frostinu. Það er svona jólalegra.
Við erum orðin þjú íslensk í bekknum mínum. Frekar skrítið. Fór ég ekki til Danmerkur??? Er ég kannski ennþá á Íslandi??? Allavega er svo mikið af íslendingum í kringum mann að ég velti þessu stundum fyrir mér.
Tryggingafélagið sagði mér að hringja og finna út hvað gæti verið að, uppá hvort ég fengi kistuna bætta.
Ég hringdi og viðgerðarmaðurinn sagði mér að prufa að skipta um millistikki. Og viti menn það virkaði. Frystirinn er í lagi. Ótrúlegt!
Ég fann fyrir létti og pirringi samtímis.
Svaka fegin að þurfa ekki að fara að standa í veseni með að kaupa nýjan og rukka tryggingarnar og allt það en samtímis pirruð útí millistykkið fyrir að skemma matinn minn og jólabaksturinn.
Ég virðist þó eiga að fá allt bætt sem skemmdist.
Börnin mín eru búin að vera að skiptast á að vera lasin.
Matthías og ég í síðustu viku. Dísa um helgina og Alexander í dag. Svaka gubbupest í gangi.
Hér rignir bara og rignir. Hmmm.. þá er ég nú hrifnari af frostinu. Það er svona jólalegra.
Við erum orðin þjú íslensk í bekknum mínum. Frekar skrítið. Fór ég ekki til Danmerkur??? Er ég kannski ennþá á Íslandi??? Allavega er svo mikið af íslendingum í kringum mann að ég velti þessu stundum fyrir mér.
fimmtudagur, desember 01, 2005
1. desember 2005

Svona lítur dagatalakertið okkar út í ár. Kveikjum á einu kerti á dag. Smukt ik? :o)
Arnar er búin að vera í prófum þessa vikuna og ég þess vegna með börnin lengur en annars.
Verst er að Matthías greyjið er búinn að vera með gubbuna og það hefur bitnað á skólanum hjá mér.
Þau sem eru með mér í hópavinnu eru sennilega ekkert alltof ánægð með að vera með mér í hóp því ég hef bara mætt einn dag í þessari viku og kem ekki til með að geta mætt á morgun.
Ég get glöð og ánægð tilkynnt það að ég fæ heimsókn núna um miðjan desember. Mamma, Ásrún systir og Heiðrún dóttir hennar koma til mín. Við ætlum fyrst að hittast í Köben og keyra svo hingað til marsipanbæjarins. Ég hlakka alveg brjálæðislega til.
Annars verður þessi helgi barnlaus hjá mér. Og lítið planað en ég hef ekki áhyggjur af því. Venjulega næ ég ekki að gera helminginn af því sem mér dettur svo í hug að gera.
Jæja góða helgi :o)
