Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

föstudagur, desember 23, 2005

Jól

Ótrúlegt en satt.
Jólin bara eftir nokkra klukkutíma.

Við skreyttum jólatréð núna í vikunni og erum búin að setja smá skraut hér og þar.
Krakkarnir sáu alveg um skrautið á trénu og er það þá alveg eftir þeirra "smag og behag". :o)
Þau nutu sín í botn. Við hlustuðum á Svanhildi Jakobs og sungum með.

Fyrir ca 2 vikum síðan bökuðum við saman piparkökur og skreyttum.
Krökkunum finnst svo gaman að jólast.

Ég er agalega tóm eitthvað núna og veit annars ekkert hvað ég á að skrifa. Hlakka bara til að fá að sofa út og slaka á.

Hér fyrir neðan eru myndir en þær fóru reyndar í eitthvað skrítinni röð. Býst þó við að þið getið ráðið úr þessu.

Ég vil óska öllum verulega góðra jóla og hoppið varlega inn í nýja árið.
Knús og kossar
Sólrún

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home