Meira um jólin
Sæl öll.
Takk Takk Takk...
fyrir allar gjafirnar, stórar og smáar. Allar voru svo flottar og við erum barasta í skýjunum.
Í gær borðuðum við hið hefðbundna hangikjöt með kartöflumús, grænum Ora, laufabrauði og rauðkáli. Og svo auðvitað Egils jólablandi...mmmmm... það er svo gott.
Ég sé bara kílóin hrannast utan á mig og ég óttast að ég muni ekki geta staðið upp eftir jól.
Svo ég tali áfram um mat og át.
Í hádeginu í dag borðuðum við dýrindis andarbringur með öllu tilheyrandi...og auðvitað jólabland.
Svo var kaffi í boði mömmu. Því að hún kom með kökur með sér þegar hún kom í heimsókn. En svo gerði ég súkkulaðikakó. Og nú erum við afvelta og ég held að ég komi engu niður meir fyrr en við borðum kalkúninn á gamlárs. Eða jú kannski smá súkkulaði. ;o)
Jæja, kveð í bili ...
Takk Takk Takk...
fyrir allar gjafirnar, stórar og smáar. Allar voru svo flottar og við erum barasta í skýjunum.
Í gær borðuðum við hið hefðbundna hangikjöt með kartöflumús, grænum Ora, laufabrauði og rauðkáli. Og svo auðvitað Egils jólablandi...mmmmm... það er svo gott.
Ég sé bara kílóin hrannast utan á mig og ég óttast að ég muni ekki geta staðið upp eftir jól.
Svo ég tali áfram um mat og át.
Í hádeginu í dag borðuðum við dýrindis andarbringur með öllu tilheyrandi...og auðvitað jólabland.
Svo var kaffi í boði mömmu. Því að hún kom með kökur með sér þegar hún kom í heimsókn. En svo gerði ég súkkulaðikakó. Og nú erum við afvelta og ég held að ég komi engu niður meir fyrr en við borðum kalkúninn á gamlárs. Eða jú kannski smá súkkulaði. ;o)
Jæja, kveð í bili ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home