Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

þriðjudagur, september 20, 2005

Úps!

Það er barasta kominn tuttugasti...hélt ekki að það væri orðið svona langt síðan ég bloggaði síðast.
Allavega...
Alexander er núna í eins og hálfs sólarhrings ferðalagi. Þetta er einhverskonar náttúruskóli sem þau eru að heimsækja. Þau fræðast eitthvað um fuglana og fleira sem er þarna í umhverfinu. Skólinn er staddur á lítilli eyju sem heitir Vigelsø. Foreldrar eru látnir taka þátt eins og hægt er. Það finnst mér sniðugt. Nokkrir foreldrar fóru með til að aðstoða og restin var látin búa til mat. Ég var sett í að búa til pylsuhorn. Það finnst sko dönskum börnum gott. Ekkert smá vinsælt hér og fæst í flestum bakaríum.

Dísu fannst rosaspennandi að Alexander skuli ekki vera í dag og vildi ólm fá að labba sjálf heim með húslykil í vasanum (ég átti sem sagt ekki að sækja hana). Hún er stundum svo mikið fiðrildi að við (ég og Arnar) vorum alveg á mörkunum að þora að treysta henni fyrir því að koma sér heim eftir skóla. En hún stóð sig með stakri prýði og var komin heim á undan mér og Matthíasi.

Matthíasi fór svooo mikið fram í íslenskunni í sumar. Svo er hann alltaf að æfa sig, hermir sífellt eftir okkur eins og páfagaukur. Það er svo gaman að heyra í honum. Fóstrurnar í leikskólanum hafa pínu gaman af þessu líka. Þær segja að hann tali mikið íslensku við þær. Hann segir líka alltaf "já" og "nei" á íslensku. Ég hef þó engar áhyggjur af dönskunni hjá honum. Hann skilur allt sem við hann er sagt.

Þessa dagana erum við að læra á Autocad í skólanum. Mér finnst þetta skemmtilegt forrit. Nema hvað að ég virðist vera sú eina í bekknum sem hef ekkert lært áður í þessu og er þess vegna mjöööög hægfara miðað við flesta aðra. En þetta kemur vonandi fljótt.

Er nýbyrjuð í ræktinni eftir ansi langt hlé. Ekkert farið síðan í júlí. Fékk æfingaplan frá þjálfara sem ég ætla, og skal, vera dugleg að nota. Hmmhmmm er nebblega búin að bæta aðeins á mig síðan ég kom út. Þessir drengir í skólanum eru alltaf að borða nammi. Get þó því miður ekki kennt þeim um allt því að ég hef líka verið dugleg að elda og BORÐA meira en æskilegt er.
Jamm þá er eins gott að lyfta þetta af sér.

Jæja best að koma Matthíasi í bað og háttinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home