Aldurinn
Hæ aftur ...
sjáið bara hvað ég er dugleg núna, blogga tvo daga í röð barastasta.
Eins og flestir vita að þá er ég orðin ÞRJÁTÍU ára (úff er ennþá að venjast þessari tölu).
Ég er búin að hafa pínu gaman af því núna síðustu daga að ...
sem sagt með mér í bekk undanfarið eru nánast bara strákar og þeir hafa greinilega spáð mikið í hvað ég er gömul. Því að þeir hafa verið að segja mér (gjörsamlega óumbeðnir notabene) hvað þeir hefðu orðið hissa að heyra að ég er þrítug. Einn var nefninlega viss um að ég væri ekki eldri en 26 ára annar sagði 24 og þriðji hafði víst giskað á giskað á 23 ára. Ekki fannst mér nú leiðinlegt að heyra þetta.
Það sem ég fékk hins vegar að heyra í nótt sló hinar tölurnar alveg út.
Ég tók sem sagt leigubíl heim eftir að hafa verið aðeins að kíkja á mannlífið í bænum. Þegar ég var kominn á leiðarenda sagði bílstjórinn mér í gríni að farið kostaði 2000 kr. Þá sagði ég að "þá hefði ég ekki efni á því að halda áfram í skólanum". Þá spyr maðurinn í fullri alvöru hvort að fjölskyldan styddi mig ekki fjárhagslega. Þetta fannst mér heldur skrítin spurning og fræddi hann á því að ég væri nú orðin þrítug ég yrði að passa mig sjálf. Þá leit hann á mig undrunaraugum og sagði að hann hefði haldið að ég væri ca 18-19 ára...!
Hvað gerist ef ég fer að stunda ræktina af kappi, fer í brjóstalyftingu og byrja að ganga í lágum mjaðmabuxum....gæti ég sagst þá vera 17? ... er ég að ganga í barndóm. Kannski enda ég sem fimm ára. Þá verður Arnar að hugsa um börnin og biðja komúnuna um barnabætur fyrir 4 börn!
sjáið bara hvað ég er dugleg núna, blogga tvo daga í röð barastasta.
Eins og flestir vita að þá er ég orðin ÞRJÁTÍU ára (úff er ennþá að venjast þessari tölu).
Ég er búin að hafa pínu gaman af því núna síðustu daga að ...
sem sagt með mér í bekk undanfarið eru nánast bara strákar og þeir hafa greinilega spáð mikið í hvað ég er gömul. Því að þeir hafa verið að segja mér (gjörsamlega óumbeðnir notabene) hvað þeir hefðu orðið hissa að heyra að ég er þrítug. Einn var nefninlega viss um að ég væri ekki eldri en 26 ára annar sagði 24 og þriðji hafði víst giskað á giskað á 23 ára. Ekki fannst mér nú leiðinlegt að heyra þetta.
Það sem ég fékk hins vegar að heyra í nótt sló hinar tölurnar alveg út.
Ég tók sem sagt leigubíl heim eftir að hafa verið aðeins að kíkja á mannlífið í bænum. Þegar ég var kominn á leiðarenda sagði bílstjórinn mér í gríni að farið kostaði 2000 kr. Þá sagði ég að "þá hefði ég ekki efni á því að halda áfram í skólanum". Þá spyr maðurinn í fullri alvöru hvort að fjölskyldan styddi mig ekki fjárhagslega. Þetta fannst mér heldur skrítin spurning og fræddi hann á því að ég væri nú orðin þrítug ég yrði að passa mig sjálf. Þá leit hann á mig undrunaraugum og sagði að hann hefði haldið að ég væri ca 18-19 ára...!
Hvað gerist ef ég fer að stunda ræktina af kappi, fer í brjóstalyftingu og byrja að ganga í lágum mjaðmabuxum....gæti ég sagst þá vera 17? ... er ég að ganga í barndóm. Kannski enda ég sem fimm ára. Þá verður Arnar að hugsa um börnin og biðja komúnuna um barnabætur fyrir 4 börn!
1 Comments:
At 7:59 e.h.,
Nafnlaus said…
þú ert líka hasaskutla Sólrún mín alveg eins og stóra systir,....eða kannski ekki alveg eins.......
Skrifa ummæli
<< Home