Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

þriðjudagur, mars 08, 2005

Góðan dag öll sömul, há og lág, stór og smá, horuð og feit, skrýtin og normal og líka öll þið hin.
Ég hélt oplæg eða frásögn í skólanum í gær. Takk Munda ég notaði eina af þínum uppástungum og talaði um "Klúppinn" okkar. Held að kennarinn hafi átt von á einhverri kynningu af Íslandi en ekki eitthverju svona hehe. Þar sem að við erum með klúppabókina að þá tók ég hana með til að sýna bekknum hvað við erum skemmtileg. Þeim fannst frásögnin af Salamöndrusnapsinum góð og heyrðist svona danskt oj hér og þar í stofunni. Annars lagði ég af stað með þessa frásögn þannig að þetta væri svo gott fyrir barnafólk að stofna svona klúbb, því að það er annars oft svo erfitt að halda sambandi við vinina. Þetta var bara stutt og laggott en nógu áhugavert til að spurningarnar urðu nokkrar hjá hlustendum. Eftir spurningaflóðið fór nokkurs konar dómaranefnd út úr stofunni til að ákveða hvað skildi segja um framlagið frá mér.
Þau voru svo bara ánægð, fannst þetta byrja þungt og fannst þá líka pínu erfitt að skilja mig (auðvitað ég vissi það svo sem :( ) en svo varð þetta bara mjög gott hjá mér og nefndu bókina að það hefði verið sniðugt að koma með hana. Þau sögðu líka að ég hefði tekið mig vel út hehe. Svo koma að kennaranum sem yfirleitt hefur komið með nánari krítík en það eina sem hún sagði var að ég hefði staðið mig vel með tilliti til hvað ég væri búin að vera stutt í Danmörku. Ég ákvað að taka þessari tvíræðu krítík bara sem lofi. :s
Jæja fór í morgun í Bilka og eyddi þar tveimur og hálfum tíma. Það er alveg ótrúlegt hvað það er auðvelt að gleyma sér þarna. Keypti loksins handa Matthíasi, hjól og hjólahanska, fyrir megnið af afmælispeningana síðan í fyrra. "takk fyrir mig " segir hann "hlakka rosalega til að prufa, þó að ég viti ekki af þessu ennþá" segir hann líka. :)
Jæja verð að fara að vinna og svo sækja krílin. Þar til seinna chao!

2 Comments:

  • At 2:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvað ég er stolt!!! Vona samt að þú hafir ekki leyft þeim að skoða allar myndirnar,hehehe, sumar eru ekki mönnum bjóðandi.
    KV Munda

     
  • At 3:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hef alltaf vitað að þú ert frábær elsku systa og ég er líka rosalega stolt af þér:)

     

Skrifa ummæli

<< Home