Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Snjór

Eins og á fleiri stöðum, eins og til dæmis í Keflavík og Svíþjóð, er hér snjór. Bara ekki eins mikið. ;) Bara nógu mikið til allt verði hvítt úti og nógu lítið til að nágrannarnir geti sópað honum í burtu frá dyrunum hjá sér. Ég sá alveg frábært tæki í notkun hjá borgarstarfsmanni hér. Það var svona kústur sem snýst og með mótor og svo ýtir maðurinn þessu á undan sér um stéttir bæjarins.


Matthías er búinn að vera lasinn síðan á fimmtudag, minnir mig. Uppköst og gaman en hann virðist ætla að jafna sig í dag.

Búin að bæta inn myndum í janúar og febrúar albúmin!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home