Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Skt. Klemens skole

Arnar fór í síðasta prófið í dag og gekk vel. Núna situr hann límdur við imbann að horfa á boltann í sjónvarpinu. Dísa nýtir sér tækifærið og er með glas fullt af vatni, bleytir greiðu þar, og greiðir pabba sínum af miklum dugnaði. Hann á að verða flottur! Hún er núna búin að greiða allt til hliðar og skipar honum að sitja alveg kyrr og leggur svo nokkra kubba á hausinn á honum og greiðir aðeins meira. Þetta verður sko flott!

Í dag fórum við að tala við kennarana í bekknum sem Alexander mun verða í hérna í Skt. Klemens. Hann fékk heilan bunka af bókum til að æfa sig í og þar á meðal vel þykka söngbók sem má eiga. Ekkert slor þar.
Okkur líst mjög vel á þessa kennara sem eru tvö. Þau eru stelpa sem kennir stærðfræðina og maður um sextugt sem virðist vera svona aðalkennarinn. Maðurinn sem heitir Lars eða Lárus eins og hann kynnti sig brosandi er mjög hrifinn af Íslandi og hefur komið þangað sex sinnum.
Alexander fær að byrja eftir vetrarfríið sem byrjar 18. feb. og stendur í viku.

Við fórum svo og sóttum Dísu í leikskólann og fórum svo aftur í Skt.Klemens skólann til að skrá hana inn fyrir næsta vetur. Danir eru sko engir venjulegir og kunna alveg að "hygge sig". Þegar við komum á skriftofuna var okkur vísað í sæti og á borðinu var STÓR skál full af ávöxtum, litlum rúsínupökkum og sælgæti. Dísa auðvitað varð ein augu og hafði þau ekki af þessu. Endaði með þvi að spyrja hvort hún mætti fá. Já auðvitað mátti hún það, þetta var ætlað krökkunum sem komu í innritun. Svo var talað við okkur og hana. Svo fékk hún bók til að teikna í, með glansmynd á, og blýant með einhverju rauðgulu plasti, ægilega fínt.
Í bæði skiptin sem við fórum í skólann í dag fengum við túr um skólann. Eins og ég sagði að þá geta danirnir haft það huggulegt því að í einum salnum sem er að mig minnir teppalagður er sko arinn sem er notaður þegar kennarar eða foreldrar hittast. Ekkert smá flott.
Ég held að ég hlakki ekkert síður til, að börnin mín byrji í þessum skóla, en þau sjálf.

Á morgun erum við Arnar bæði í fríi frá skólanum. Okkur langar að njóta þess að vera bara tvö og gera ekkert sem viðkemur heimilsstörfum eða uppeldi.
Vorum að spá í að fara í laaangan göngutúr í fyrramálið eftir að við höfum skilað börnunum af okkur. :o)

Jamm U2 tónleikarnir eru ennþá á dagskrá, undir smásjá. Við neyðumst til að bíða til 1. feb. með að panta miðana. Úff spenna.... Verst er að þá er ég í tíma og Arnar í skólaferðalagi. Eigum eftir að finna út hvernig við skverum þetta.
Erum búin að plata Steina og Guðrúnu til að koma með okkur. Það verður sko gaman. En okkur vantar ennþá pössun. Spáið í það.......Sumarfrí í Danmörku í fríu fæði og húsnæði .....

3 Comments:

  • At 10:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Viljum sjá mynd af Arnari nýgreiddum.
    Gaman að heyra af skólanum, kósý kósý.
    Mæli sko hiklaust að þið gerið eitthvað sem YKKUR langar til á morgun og njótið vel.
    KV Munda

     
  • At 10:58 f.h., Blogger Helgi said…

    Líst vel á U2, skilst þeir muni líka spila í Gautaborg á árinu.
    Getur ekki Guðrún passað meðan þið þrjú farið á tónleikana. Hún verður svo erfið á djamminu, hrynur út úr leigubílum í tíma og ótíma, kjálkabrotnar og svona. Lélegt stöðuskyn?

     
  • At 2:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já Helgi Þór hefur stöðugt minni :) Var búin að fá mér aðeins í tána þegar ég DATT út úr leigubílnum; var nefnilega að drífa mig út og rak HELV!!!! hælinn í og lenti á hökunni!!! Ekkert sérlega smart. Þetta var sko áður en ég hitti Steina minn fyrst, jamm ég þekki Helga frá fornu fari. En ég er orðin mun stöðugri núna og ca. 13 árum eldri, þó að ég líti út fyrir að vera 21!! og ætla svo sannarlega að fara á U2 með Thor og Dögg.
    Kv.
    Guðrún

     

Skrifa ummæli

<< Home