Meiri snjór
Matthías jafnaði sig barasta ekki og það endaði með því að Arnar fór með hann á læknavaktina. Núna þarf hann að taka asmalyf í tvær vikur því læknirinn hélt að þetta gæti verið sem sagt asmi. Ég vona hins vegar að svo sé ekki og að þetta líði bara hjá.
Núna er allt á kafi í snjó, alla vega er mesti snjór sem ég hef séð hér í Danaveldi. Það snjóar og snjóar og skefur í skafla. Alexander og Dísa fóru út í herlegheitin og voru þar þar til þau voru alveg búin á því.
Við höfðum planað að fara á tvö söfn á Jótlandi í dag og vorum búin að láta vita í leikskólanum að Dísa og Matthías kæmu ekki. Alexander er í fríi þessa viku því að það er vetrarfrí í skólum í Danmörku þessa viku. Jamm. En sem sagt að þá er búið að snjóa það mikið að við þorðum ekki að fara að keyra langar leiðir. Fórum í staðinn á safn hérna niðrí bæ, Brants Klædefabrik, sem er líka fyrir krakka. Þar geta þau leikið sér í hinum ýmsu líkamshlutum dreka. Þessir líkamshlutar innihalda líka oft hljóðin í drekanum. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og við fengum líka að skoða svona meira fullorðins... því þarna var líka ljósmyndasýning, myndlistasýning, prentsmiðjusafn og eitthvað fleira. Verst var bara að við gleymdum myndavélinni heima (týpískt!) og höfum þess vegna engar myndir af krökkunum á drekasafninu.
Dísu speki:
Dísa og Alexander fóru í kapp um hvort þeirra yrði á undan að klára mjólkina í glasinu sínu.
Dísa vann.
Dísa: Mamma, á ég að segja þér hvernig ég vann Alexander?
Ég: Já.
Dísa (alvarleg): Ég drakk hraðar en hann!
----------------------------------------------------------------
Alexander finnst agalega gaman að stríða systur sinni. Í þetta skiptið opnaði hann hurðina inn í herbergið hennar (þar sem hún var önnum kafin við að hlusta á tónlist og dansa) og hefur sennilega grett sig framan í hana eða gert einhver hljóð. Hún auðvitað rauk til, galaði á hann "út" og ýtti honum út úr sínu herbergi og yfir í hans.
Svo stoppaði hún og sagði yfirvegað við hann: Alexander! Þegar maður er bróðir og þú ert stór og ég er minni en þú, að þá á maður ekki að stríða.
Núna er allt á kafi í snjó, alla vega er mesti snjór sem ég hef séð hér í Danaveldi. Það snjóar og snjóar og skefur í skafla. Alexander og Dísa fóru út í herlegheitin og voru þar þar til þau voru alveg búin á því.
Við höfðum planað að fara á tvö söfn á Jótlandi í dag og vorum búin að láta vita í leikskólanum að Dísa og Matthías kæmu ekki. Alexander er í fríi þessa viku því að það er vetrarfrí í skólum í Danmörku þessa viku. Jamm. En sem sagt að þá er búið að snjóa það mikið að við þorðum ekki að fara að keyra langar leiðir. Fórum í staðinn á safn hérna niðrí bæ, Brants Klædefabrik, sem er líka fyrir krakka. Þar geta þau leikið sér í hinum ýmsu líkamshlutum dreka. Þessir líkamshlutar innihalda líka oft hljóðin í drekanum. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og við fengum líka að skoða svona meira fullorðins... því þarna var líka ljósmyndasýning, myndlistasýning, prentsmiðjusafn og eitthvað fleira. Verst var bara að við gleymdum myndavélinni heima (týpískt!) og höfum þess vegna engar myndir af krökkunum á drekasafninu.
Dísu speki:
Dísa og Alexander fóru í kapp um hvort þeirra yrði á undan að klára mjólkina í glasinu sínu.
Dísa vann.
Dísa: Mamma, á ég að segja þér hvernig ég vann Alexander?
Ég: Já.
Dísa (alvarleg): Ég drakk hraðar en hann!
----------------------------------------------------------------
Alexander finnst agalega gaman að stríða systur sinni. Í þetta skiptið opnaði hann hurðina inn í herbergið hennar (þar sem hún var önnum kafin við að hlusta á tónlist og dansa) og hefur sennilega grett sig framan í hana eða gert einhver hljóð. Hún auðvitað rauk til, galaði á hann "út" og ýtti honum út úr sínu herbergi og yfir í hans.
Svo stoppaði hún og sagði yfirvegað við hann: Alexander! Þegar maður er bróðir og þú ert stór og ég er minni en þú, að þá á maður ekki að stríða.
6 Comments:
At 4:21 f.h.,
Mummi said…
Æ börn hafa einhverja fallegustu heimspeki í heimi :)
At 2:52 e.h.,
Nafnlaus said…
Æ hún Dísa vinkona mín er algjört krútt ;)
At 5:22 e.h.,
Nafnlaus said…
Heee frábær rök hjá dömunni.
Skil hana alveg það er ýkt erfitt að vera miðjubarn, er enn að reyna það ;)
KV Munda
At 2:30 e.h.,
Nafnlaus said…
Þau eru svo frábær!!!!!!!!!
Alveg eins og foreldrarnir auðvitað ;)
At 2:48 e.h.,
Sólrún said…
Já takk takk dömur mínar og herra. Við eigum auðvitað bestu börn í heimi. ;)
At 6:41 e.h.,
Nafnlaus said…
Ég þekki hvorki börnin né foreldrana en af lestrinum að dæma þetta er greinilega skemmtilegir foreldrar og gáfuleg börn
Skrifa ummæli
<< Home