Suðurhæðir

Ooooo SOOOLEE MIIIOO!

sunnudagur, mars 13, 2005

Hætt á hótelinu

Til hamingju elsku systir með afmælið í dag og til hamingju líka Raggi með afmælið. Svo átti Viktor afmæli í fyrradag, Hinrik í gær, og Steini á afmæli á morgun. Til hamingju! :)

Við Arnar byrjuðum í dönsku fyrir útlendinga síðasta þriðjudag og líkar bara vel. Núna skilur maður allt sem sagt er í tímanum, hehe það er sko munur. Við tókum stöðupróf og lentum (mér eiginlega til undrunar) í sama módúl sem sagt jafnþungum tímum. Erum þó ekki saman því ég er á kvöldin og Arnar á morgnana. Ég á svo, mér til mikillar ánægju, að vera með "oplæg" eða framsögn á þriðjudaginn komandi. Og í þetta sinn á ég að velja eitthvað í málefninu jafnrétti. Ég er nú ekki eins stressuð núna erins og síðast því að ég hef gengið þessa þrautagöngu núna einu sinni og svo eru bara útlendingar sem skilja jafnmikið og ég að hlusta í þetta skiptið. Bara svona ykkur að segja, ef þetta væri á íslensku að þá findist mér þetta svo sem ekkert stórmál en af því þetta er danska að þá horfir málið aðeins öðruvísi við. Jæja nóg um það. Þetta verður ekkert mál.

Ég lenti í mjög svo skemmtilegri upplifun í morgun. Ég var að vinna á hótelinu með Anne, sem á sömu helgar og ég. Hún er vægast sagt mjög spes. Ef henni mislíkar eitthvað þá verður hún alveg öfugsnúin í smá tíma og maður veit yfirleitt þá ekkert hvað gengur að henni, hvað maður hefur þá líka hugsanlega gert. Í morgun fór hún svo niður í kjallara að ná í meira lín (sem á nú reyndar að vera mitt verkefni en var þó í fínu lagi mín vegna). Þegar ég kem fram frá síðasta herberginu með auka lín sem ég þurfti svo ekki að nota (nenni ekki að útskýra það frekar) sé ég að hún er ekki þar og geri þá ráð fyrir að hún hafi skroppið niður að athuga hvort að fleiri gestir séu farnir. Þar sem að það er ég sem sé um að skipta á rúmunum og ná í lín og ryksuga að þá lagði ég þetta umfram lín sem ég hafði bara á vagninn (nánar tiltekið á lökin) þar sem það ætti ekki að vera fyrir henni og fór svo að ryksuga. Svo kemur hún upp með lyftuna fulla af nýju líni byrjar að tína það svo út úr henni í einhverjum pirringi og hendir um leið því sem ég hafði lagt á vagninn á gólfið svo að það dreifðist þannig að ég komst ekki einu sinni inn í herbergið við hliðina á til að ryksuga. Ég skil ekki upp né niður og byrja að tína þetta saman. Þá fer hún að tala um að ég hafi bara sett ónotaða línið vagninn og ekki gengið frá því og það hefði verið fyrir henni. Og svo eitthvað um að hún hefði farið að ná í meira lín svo að það yrði gert. Heyrðu nú mig! Hvað meinar þessi kona? Ég varð nú pínu súr yfir því að fá þetta framan í mig. Svo byrjar hún að tala við mig stuttu seinna (spyrja mig hvernig gangi í skólanum) og þar sem ég var nú ekki alveg í stuði til að spjalla bara svona eftir útreiðina að þá svara ég bara með einu orði og segji bara "fint". Þá verður konuskjátan bara hissa og spyr hvort að ég sé súr út í hana. "Já" segi ég þá. Hvað haldiði að hún haldi að ég sé súr yfir? Hún spurði hvort það væri af því að hún fljótari en ég. Vá! Hvernig á ég að vera fúl út í hana yfir því? Neibbb ég fór að reyna að útskýra það fyrir henni að mér hefði fundist leiðinlegt að heyra þetta áðan. En konugreyjið gat ómögulega reynt að hlusta á hvað ég hafði að segja og greip frammí fyrir mér og þrætti fyrir að hafa sagt þetta. "Hún væri sko dönsk og vissi alveg hvað hún hefði sagt". Ég vil taka það fram að það var ekki flókið það sem hún sagði. Og þó hún hefði ekki sagt neitt að þá var framkoman og útgangurinn nóg til að byrja hafa áhyggjur. Allavega, endaði hún á því að verða svo æst yfir þessu ( sem hefði ekki þurft að vera neitt mál) að hún fór að öskra á mig.
Svo þegar við vorum búnar og ég var að fara að þá hefur hún ekki heyrt þegar ég sagði farvel og trompaðist þá líka. Þá urðum við sammála um að við gætum ekki unnið saman.
Ég hef verið að spá í hvort að hún sé svona sérstaklega pirruð út í mig því að það hefur komið fram í dagsljósið að hún er að fá að heyra ósannindi um mig annar staðar frá. Eitthvað sem ég á að hafa skrifað á bloggið mitt td. Sem betur fer veit ég hvar ég stend gagnvart þeirri manneskju.
En ég sem sagt skrifaði yfirmanni mínum stutt uppsagnarbréf í dag með útskýringu á málinu. Fékk svo tilbaka svar þar sem hann sýndi fullan skilning á málinu ( mér til mikils léttis), þetta er greinilega ekki eina skiptið sem hún lætur illa konan. :os
Ég er þá sem sagt hætt á hótelinu (var nú aldrei neitt sérstaklega ánægð þar hvort eðer) en er ennþá með leikskólann (sem ég er mjööög sátt við).

3 Comments:

  • At 11:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott hjá þér Sólrún, maður á ekki að láta vaða yfir sig!!!
    Kv Munda

     
  • At 11:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    takk fyrir og hananú! þetta líkar mér, hef alltaf vitað að þú hefur bein í nefinu! Go SYSTA.
    Og takk fyrir afmæliskveðjurnar frá ykkur hjónum ;)

     
  • At 8:39 f.h., Blogger Sólrún said…

    Takk stelpur.

     

Skrifa ummæli

<< Home